Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 107
ins, sem færðu þau hvorki fjarri íslenzkum almenn-
ingi né fornum menningarerfðum, svo sem nú virð-
ist stefnt hjá ýmsum þcirra.
Eldri skáld.
A þessu tímabili hafa komið út ýmsar athyglis-
verðar ljóðabækur eftir skáld, sem ég hef ekki fjall-
að um í greinum mínum og tilheyra eldri kynslóð-
um en þau, sem ég hef þegar gert nokkur skil að
þessu sinni. En svo mjög sem rúm mitt er takmarkað,
get ég aðeins stuttlega drepið á fá ein af þessum eldri
skáldum.
Jón Þorkelsson var fæddur að Asum í Skaftár-
tungu árið 1859. Hann varð stúdent 1882, kandídat
i íslenzkum fræðum i Kaupmannahöfn 1886 og doktor
1888. Frá 1899 til dauðadags var hann þjóðskjala-
vörður. Hann sat á Alþingi 1892—94, 1908—11 og
1915. Hann lézt árið 1924. Árið 1923 kom út eftir
hann Ijóðabókin Vísnakver Fornólfs.
Lengstu kvæðin í Vísnakverinu eru söguljóð. í
þeim eru glöggar og eftirminnilegar lýsingar á mönn-
um og aldarhætti. Þau eru með miðaldablæ, sérstæð,
kjarnyrt og þróttmikil. Þá eru og í bókinni frelsis-
kvæði, ort í liita sjálfstæðisbaráttunnar. Þau eru
svipmikil og hrynþung, en gædd meiri eldi en flest
það, sem ort hefur verið af slíkum ljóðum hér á
landi.
Sigurjón Friðjónsson. í sambandi við Guðmund
Friðjónsson fór ég nokkrum orðum um fjögur önnur
þingeysk ljóðskáld, Sigurjón, bróður hans, Jón Þor-
steinsson, Sigurð Jónsson og Indriða Þorkelsson. Ég
vil nú minnast nokkru nánar á Sigurjón, sem var
mikilvirkastur þessara skálda og stóð næstur skáld-
um þessa tímabils. Hann var fæddur á Sílalæk í
Aðaldal árið 1867. Hann nam búfræði á Eiðum og
varð siðan bóndi, bjó seinast lengi á Litlu-Laugum
(105)