Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 81
lagður á land á íslandi eða fluttur til útlanda, aðal-
lega til Esbjerg. Voru þar 54 landanir á árinu.
Gerðar voru tilraunir með ýmsar nýjar gerðir af
flotvörpum, er þóttu gefast vel. Tóku togarar þessar
flotvörpur upp í stórum stíl og margir vélbátar ýmsar
smærri gerðir af þeim. Vélsmiðjan Héðinn hóf fram-
leiðslu á línuvindum, sem slaka sjálfkrafa til, þegar
sjór ríður undir skip, sem er að draga línu með þeim.
Jóhannes Pálsson og Guðjón Ormsson fundu upp
nýja beituskurðarvél og unnu að fleiri gerðum sjó-
vinnuvéla. Gunnsteinn Þorbjörnsson, netagerðarmað-
ur í Vestmanneyjum, fann upp nýja gerð af neta-
fellingarvélum.
Heiidaraflinn var 337 000 tonn (árið áður 371 000).
Saltfiskur var 127 100 tonn (árið áður 63 000), hrað-
frystur fiskur 124 900 tonn (árið áður 93 200), ísfiskur
28 800 tonn (árið áður 52 300), harðfiskur 14 700 tonn
(árið áður 6 800), niðursoðinn fiskur 339 tonn (árið
áður 125). Síldaraflinn varð rúmlega 32 000 tonn (árið
áður tæp 85000). 173 skip stunduðu sumarsíldveiðar,
en síldveiðarnar norðanlands brugðust nær algerlega.
Sildarafiinn við Norður- og Austurland varð 49 500
tunnur i söltun (árið áður 87 200) og 27 400 mál i
bræðslu (árið áður 349 700). Á reknetaveiðum við
Suður- og Vesturland um haustið öfluðust 70 400
tunnur síldar, sem var söituð, en 73 400 tunnur voru
frystar til beitu og útflutnings, og nokkuð af smásíld
fór í bræðslu. Sjö bátar stunduðu um haustið rek-
netaveiðar á djúpmiðum milli íslands og Færeyja.
Fengu þeir alls um 12 000 tunnur síldar.
Laxveiði var góð i flestum ám. Ræktun regnboga-
silnnga í Laxalóni hjá Grafarholti í Mosfellssveit tókst
vei. Tugþúsundum laxaseiða, sem fóstruð voru í kluk-
stöðinni i Laxalóni, var sleppt í ár á Fellsströnd.
Fjögur skip stunduðu hvalveiðar. Veiddust 265 liva'-
ir (árið áður 339). Háhyrningar gerðu mikinn usla
i reknetum við Suðvesturland um haustið. Stunduðu
(79)