Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 125
Grímur féll viS lítið fylgi í Rangárvallasýslu.
Hins vegar var hann kosinn þingmaður fyrir Gull-
bringu- og Kjósarsýslu. Eigi munu samt vísur þess-
ar hafa átt neinn þátt í því, að Rangæingar skiptu
um þingmann. En merkar eru þær fyrir þá sök,
að þær sýna nokkuð ijóslega, að sitthvað var nú
brallað í stjórnmálabaráttunni í þá daga, rétt eins
og nú. Ýmsum mætti líka vera hugvekjuefni, hvernig
samtímamenn Gríms Thomsens litu á afstöðu hans
til islenzkra stjórnmála, svo rammíslenzkur og þjóð-
rækinn sem hann þó í rauninni var.
Vísa síra Björns Halldórssonar.
Bezt er illu aflokið,
illt ef skaltu bera.
En fresta illu eg þig bið,
illt ef skaltu gera.
Páll Ólafsson og Tryggvi Gunnarsson.
Páll Ólafsson og Tryggvi Gunnarsson voru góðir
vinir og skrifuðust á. Hafði Tryggvi miklar mætur
á kveðskap Páls og birti nokkra gamankviðlinga
hans í almanaki þjóðvinafélagsins. Var Páll vanur
að krydda bréf sin til Tryggva með kveðskap af
ýmsu tæi. 5. okt. 1866 sendir hann honum i bréfi
eftirfarandi Harmljóð, með þeim formála, sem hér
fer á eftir:
Ekki get ég nú fest hugann við þetta leng-
ur; ég get aldrei slitið hann frá kúnum sálfugu].
Takir þú ekki orð mín trúanleg, þá vitna ég til eftir-
fylgjandi „harmljóða“, sem ég kvað nóttina eftir
lát þeirra, 16. sept., svo hljóðandi (Lagið er: Ríðum,
ríðum, rekum yfir sandinn).
Ég hef hjartslátt, ég get ekki sofið,
ég hef fjórar snemmbærurnar misst;
fram úr slíku fæ ég ekki klofið,
fólkið hlýt ég allt að reka úr vist.
(123)