Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 132
Vantar yður ekki eldri félagsbækur?
Enn er hægt að fá allmikið af hinum eldri félagsbókum
við hinu sérstaklega lága verði svo sem hér segir: Árs-
hækur 1943: 4 bækur fyrir 18.00 kr., 1944: 5 bækur fyrir
30.00 kr., 1945: 5 bækur fyrir 30.00 kr, 1946: 5 bækur
fyrir 30.00 kr, 1947: 5 bækur fyrir 30.00 kr, 1948 : 5
bækur fyrir 30.00 kr, 1949: 5 bækur fyrir 30.00 kr, 1950:
5 bækur fyrir 36.00 kr, 1951: 5 bækur fyrir 50.00 kr, og
1952: 5 bækur fyrir 55.00 kr.
Meðal þessara bóka eru úrvalsljóð islenzkra skálda,
almanök Þjóðvinafélagsins, Njáls saga, Egils saga, Heims-
kringla, erlend úrvalsskáldrit, fjögur bindi binna fróð-
legu og skemmtilegu landafræðibóka, „Lönd og lýðir“, og
ýmsar fleiri ágætar bækur. — Allmargar bókanna fást í
bandi gegn aukagjaldi.
Hér er tækifæri til að gera sérstaklega góð bókakaup,
þrátt fyrir dýrtiðina. Af sumum þessara bóka eru mjög
fá eintök óseld.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins.
Nýtt söngvasafn
handa skólum og heimilum.
Söngvasafn þetta, sem er gefið út fyrir atbeina fræðslu-
málastjórnarinnar, er búið til prentunar af Friðrik Bjarna-
syni og Páli Halldórssyni. í því eru 226 lög (nótur). M. a.
eru þar lög við nær öll þau Ijóð, sem eru í skólasöngvum
þeim, sem Ríkisútgáfa námsbóka gefur út. Lögin eru radd-
sett fyrir harmoníum og píanó. — Söngvasafnið var
prentað i Kaupmannahöfn árið 1949 og er vandað að frá-
gangi. Það er mjög ódýrt, kostar aðeins kr. 40.00 innb.
Um næstu áramót verður það, sem þá verður óselt af
upplaginu, hækkað i verði vegna geymslukostnaðar.
Þetta er ómissandi bók fyrir alla söngkennara og
söngvini.
Pantanir afgreiddar gegu póstkröfu.
Bókabúð Menningarsjóðs,
pósthólf 1043, Reykjavík.