Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 131
(Frh. frá 2. kápusíðu).
við allt að fimmtungi lægra verði heldur en i iausasölu.
Bækurnar eru þessar:
1. ANÐVÖKUR Stephans G. Stephanssonar, I. bindi af
heildarútgáfn, sem verður alls 4 bindi. Þorkell Jóhannes-
son prófessor sér um útgáfuna. — Enn eru fáanleg
nókkur samstæð eintök af Bréfum og ritgerðum
Steplians G.
2. SAGA ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI, 5. og síðasta
hindi. Ritstjórn annast dr. Tryggvi J. Oleson. í þessu
bindi er saga Winnipeg, Minnesota, Sclkirk og Lundar.
— Bókaútgáfa Menningarsjóðs réðst i að láta prenta
4. og 5. bindi þessa sérstæða ritverks, m. a. til þess,
að kaupendur fyrri bindanna gætu fengið þau 5 bindi,
sem áætlað var í öndverðu að gefa út. Þeir, sem eiga
fyrri bindin, eru því sérstaklega beðnir að hafa sem
fyrst samband við Bókabúð Menningarsjóðs eða næsta
umboðsmann útgáfunnar.
3. SAGNAÞÆTTIR FJALLKONUNNAR. I bókinni er ýmiss
_ konar fróðleikur, sem Valdimar Ásmundsson ritstjóri
birti i blaði sínu „Fjallkonunni“ 1885—1897. Sr. Jón
Guðnason hefur safnað efninu og ritað formála.
Áskriftabækur.
IV ÁRBÓK ÍÞRÓTTAMANNA 1953. Þessi bók, sem prent-
uð var að tilhlutan íþróttasambands fslands, kom út i
júlímánuði s. 1.
2. LEIKRITASAFN MENNINGARSJÓÐS, 7. og 8. hefti. Að
þessu sinni koma út leikritin Valtýr á grænni treyjii
eftir Jón Björnsson rithöfund og Tengdapabbi eftir
Gústaf Geijerstam í þýðingu Andrésar Björnssonar eldrá.
Lausasölubækur.
1. FACTS ABOUT ICELAND eftir Ólaf Hansson mennta-
skólakennara. Fjórða útgáfa þessa vinsæla landkynn-
ingarrits kom út i júlímánuði s. 1.
2. LJÓSVETNINGASAGA OG SAURBÆINGAR eftir Barða
Guðmundsson þjóðskjalavörð. Rit þetta verður að mestu
sérprentun úr „Andvara".
3. MIÐALDASAGA eftir Þorleif H. Bjarnason og Árna
Pálsson. Þetta er önnur útgáfa, prýdd mörgum myndum.