Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 90
Verzlunarjöfnuður var óhagstæður. Andvirði inn-
flutts varnings nam 911.4 millj. kr. (áriS áður 924
millj.. kr.), en andvirði útflutts varnings 639.8 milij.
kr. (árið áður 726.6 millj. kr.). — Mikilvægustu inn-
flutningsvörur voru olíiivörur (mest frá Hollenzku
Vestur-Indíum), vélar (einkum frá Bretlandi og
Bandarikjunum), álnavara og fatnaður (einkum frá
Bretlandi, Belgíu og Bandaríkjunum), flutningatæki
(frá Bretlandi og Bandaríkjunum), kornvörur (mest
frá Bandaríkjunum), málmar (einkum frá Bretlandi,
Vestur-Þýzkalandi, Belgíu og Bandaríkjunum), trjá-
vörur (einkum frá Finnlandi, Svíþjóð og Bandaríkj-
unum), pappírsvörur (einkum frá Bandaríkjunum og
Finnlandi), kol (frá Póllandi og Bretlandi), sement
(einkum frá Danmörku), salt (frá Spáni, Póllandi
o. v.), sykurvörur (frá Bretlandi, Póliandi, Bandaríkj-
unum og Kúbu), ávextir (frá Spáni, Bandarikjunum
o. v.), kaffi (mest frá Brasilíu), fóðurvörur (frá
Bandaríkjunum og Kanada), tóbaksvörur (frá Banda-
ríkjunum, Bretlandi og Hollandi), áburðarvörur
(einkum frá Austurríki og Belgiu), gúmmivörur (frá
Bandaríkjunum, Bretlandi og Ítalíu), slcófatnaður
(einkum frá Tékkóslóvakíu, Spáni og Bretlandi) og
úr, myndavélar og mælitæki (frá Bretlandi, Danmörku,
Vestur-Þýzkalandi og Bandaríkjunum).
Mikilvægustu útflutningsvörur voru saltfiskur og
freðfiskur. Óverkaður saltfiskur var aðallega seldur
til ftalíu, Danmerkur og Grikklands, en þurrkaður
saltfiskur mest til Spánar og nokkuð til Kúbu og
Brasiliu. Freðfiskurinn var einkum seldur til Banda-
rikjanna, en nokkuð til Bretlands, ýmissa ríkja á
meginlandi Evrópu og ísraels. Aðrar mikilvægar út-
flutningsvörur voru saltsíld( mest til Finnlands og
Svíþjóðar og nokkuð til Póllands og Danmerkur),
ísfiskur (til Bretlands og Vestur-Þýzkalands) ,fisk-
mjöl (til Vestur-Þýzkalands, Bandaríkjanna o. fl. 1.),
þorskalýsi (einkum til Hollands, Bretlands, Banda-
(88)