Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 35
var svo drepandi, að slíks eru engin dæmi í sögu
læknisfræðinnar.
Stjórnarnefndin „og sérstaklega hr. Grunsky“ var
ásökuð um að svipta Gorgas því valdi, sem honum
bar samkvæmt sérstökum fyrirmælum forsetans. „Og
þetta er ástandið á eiðinu í dag. Mann rekur í roga-
stanz að sjá, undir hvaða skilyrðum annar eins mað-
ur og William Gorgas verður að vinna, fremstur allra
niilifandi manna til þess að leysa vandamál þau, sem
bundin eru við að skapa heilbrigðisöryggi á eiðinu,
að hann skuli vera settur skör lægra en fjöldi emb-
ættismanna, sem sjálfir játa, að þeir vita ekkert um
þá hluti, sem hann er kunnugastur.“
Dr. Reed taldi upp sæg af heimskulegum af-
brotum Grunskys gagnvart Gorgas. Hvernig hann
hafði neitað honum um marga nauðsynlega hluti,
stungið undir stól sumum pöntunum, pantað annað
upp á eigin spýtur, sem reyndist ónothæft, og með
öllu móti verið þrándur í götu fyrir nauðsynleguin
heilbrigðisframkvæmdum.
í lok skýrslu sinnar, sem sýndi greinilega, hvernig
nefndin hafði trassað að fara eftir tillögum Williams
Gorgas, og hvernig það var henni að kenna, að gula
sóttin hafði náð sér niðri hvað eftir annað og að
það var beinlínis henni að kenna, hvernig ástatt var
í heilbrigðismálunum, sagði dr. Reed, að skylda for-
setans væri hiklaust að setja stjórnarnefndina af og
skipa nýja.
Þegar stjórnarnefndin gat ekki varið hendur sínar
fyrir þessari voldugu gagnrýni, féllst forsetinn á til-
lögu dr. Reeds og setti nefndina af.
Theodore Roosevelt forseti fór sjálfur til Panama
til þess að kynna sér ástandið og sá þar sjálfur, hvað
Gorgas hafði gert og talaði mikið við hann. Hann
skipaði nýja nefnd, sem tók hinni fyrri mikið fram,
en Gorgas átti líka í miklum örðugleikum við að fá
þá menn til að sklija, að baráttan gegn flugunum
(33)
2