Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 91
ríkjanna og Póllands), harðfiskur (einkum til Yestur-
Þýzkalands og Nigeríu), gærur (til Finnlands, Póllands
og Vestur-Þýzkalands), ull (til Bandaríkjanna), sild-
armjöl (til Bandaríkjanna og Póllands), söltuð þunn-
ildi. (aðallega til ítaliu), söltuð hrogn (til Svíþjóðar
og Frakklands), gamlir málmar (til Bretlands og
Belgíu), síldarlýsi (til Bretlands og Vestur-Þýzka-
lands), karfamjöl (mest til Bandaríkjanna), hval-
kjöt (til Bretlands), karfalýsi (einkum til Noregs),
freðsíld (einkum til Póllands), freðkjöt (til Banda-
ríkjanna), skinn og húðir (til Vestur-Þýzkalands),
livallýsi (til Bretlands), niðursoðinn fiskur (til Banda-
ríkjanna o. fl. 1.), garnir (til Finnlands), hvahnjöl
(til Sviss) og hraðfryst hrogn (til Bretlands). —
ísland fékk talsverð framlög frá Alþjóðabankanum.
Gjaldeyriserfiðleikar voru nokkrir siðari hluta árs-
ins vegna löndunarbannsins í Bretlandi, síldarbrests
og sölutregðu á freðfiski. Iðnaðarbanki íslands var
stofnaður í október sem fyrr segir. Ríkisstjórnin bar
í deseinber fram frumvarp um stofnun nýs banka,
Framkvæmdabanka íslands.
Engar vörur voru skammtaðar, nema smjör og
smjörlíki. Eftir verkföllin í desember var ákveðið
að lækka verð á ýmsum nauðsynjavörum. Gengi
íslenzkrar lcrónu hélzt óbreytt gagnvart Bandarikja-
dollar og sterlingspundi. Vísitala framfærslukostnaðar
sem var 151 stig í árslok 1951 var 162 stig i desember-
byrjun 1952, Vegna verðlækltana eftir verkföllin
lækkaði liún í 157 stig i janúarbyrjun 1953.
[Ýmsar af tölunum um búnað, útveg og verzlun
eru bráðabirgðatölur, er kunna að breytast lítið eitt,
þegar endanlegar skýrslur eru fyrir hendi.]
Vinnumarkaður. Mikið kvað að atvinnuleysi í ýms-
um kaupstöðum og kauptúnum. Innflutningur erlends
verkafóllcs var takmarkaður, bæði vegna atvinnu-
leysisins og hættu af gin- og klaufaveiki. Allmargir
íslendingar fengu atvinnu á Keflavíkurflugvelli.
(89)