Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 111
isfræði, en var einnig rit-
stjóri. Til Ameríku fluttist
hann árið 1899. Hann tók
próf í læknisfræði í
Chicago 1907 og hefur
síðan stundað lækningar
vestra, iengst i Winnipeg.
Hann hefur og verið
ritstjóri vestur-íslenzkra
blaða. Sigurður varð hér
heima mjög vinsælt skáld
af ijóðabókinni Kvistir,
sem út kom 1910, en síð-
an hefur hann hirt margt GuttormurJ.Guttormsson.
Ijóða í blöðum og tíma-
ritum vestra og skáldþroski hans aukizt. Kvæði
hans eru lipurt kveðin, i þeim skaphiti og yfir þeim
bjarmi hugsjóna og sannrar mannúðar. Guttormur J.
Guttormsson er fæddur árið 1878 vestur í Kanada.
Hann er af austfirzkum bændaættum. Hann vann
ýmis störf vestra, unz hann tók við búi á föðurleifð
sinni árið 1911, en þar hefur hann búið siðan. Þrjú
Ijóðasöfn liafa komið út eftir Guttorm i Winnipeg,
og heildarútgáfa af ljóðum hans kom út í Reykjavík
árið 1948. Þótt Guttormur sé fæddur og uppalinn
vestan hafs, lætur honum þó ekki síður en öðrum
íslenzkt tungutak, en hann hefur orðið fyrir frjóum
áhrifum af ameriskum og brezkum skáldskap, og
hann yrkir um ýmis efni, sem lítt eða alls ekki hefur
verið um fjallað í islenzkum hókmenntum. Hann hefur
i mörgum kvæðum sínum lýst lífi og örlögum íslenzkra
landnema, og eitt þeirra kvæða, Sandy Bar, er eitthvert
hið minnisstæðasta, sem Guttormur hefur ort, í þvi
ógnkennd og örlögþrungin dulúð. Ýmis gamanljóð
og ádeilukvæði Guttorms eru allsérstæð og með þvi
snjallasta, sem eftir hann liggur. Rikisstjórn íslands
bauð honum heim árið 1938. Jakobina Johnson er
(109)