Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 101
teygir hana fram til sinna hermdarverka, hvort sem
hún er brún, rauð eða gyllt.
Jón úr Vör er Jónsson. Hann er fæddur á Patreks-
firði árið 1917. Hann var í héraðsskólanum á Núpi
í Dýrafirði, en er að öðru leyti sjálfmenntaður. Hann
hefur fengizt við ritstjórn og önnur ritstörf um langt
skeið. Hann hefur farið utan og dvalizt um hríð í
Svíþjóð. Ég ber að dyram, fyrsta bók Jóns, kom út
1937. Hún var lítil og ekki veigamikil, en bar þó
svipmót skálds, sem líklegt væri til að fara sinar
eigin leiðir. Af annarri bók Jóns, Stund milli stríða,
1942, varð ekki séð, að hann hefði bætt neinu við
vöxt sinn. Fjórum árum seinna kom út Þorpið og
1951 Með hljóðstaf og Með örvalausnm boga, og
þessar bækur tryggja Jóni sess á bekk íslenzkra ljóð-
skálda.
Jón er það skáld þessa tímabils, sem yrkir flest
órímaðra ljóða. Hann notar hvorki rím í Þorpinu
né í Með örvalausum boga, en ljóð hans eru óðræn
heild, eiga sina hrynjandi, svo að sum þeirra óma
í huga lesandans, ef hann les þau fordómalaust.
Þorpið cr Ijóðaflokkur, sem fjallar um bernsku-
stöðvar skáldsins, en þeim er hann ekki tengdur ó-
traustari böndum en börn sveitanna sínum átthög-
um. Skáldið bregður upp myndum, sem eru mjög
blátt áfram og verka sem sannur og nöturlegur veru-
leiki, en yfir hinum fáu og oft svo risskenndu drátt-
um er bjarmi barnslegrar minningagleði og hálfdul-
ins saknaðar. Órímuðu ljóðin i safninu Með örva-
lausum boga sýna, að Jóni hefur aukizt myndauðgi
og orðkyngi, en bæði í þeim og í rímuðu Ijóðunum í
Með hljóðstaf er framsetning Jóns orðin samanþjapp-
aðri og um leið torræðari. Stundum fer hann þarna
of langt, svo að hann missir marks, en oft tekst hon-
um að segja á áhrifaríkan hátt sitthvað, sem vert
er að festa i minni. Lífssýn hans er orðin allörlög-
bundin og í henni þungur tregi, en þó er tilfinning
(99)