Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 88
var gerð brú á Mýrarkvísl skammt þar frá. Gerðar
voru brýr á Sandá í AxarfirSi, Bakkaá í Bakkafiröi,
Geitá og Þórisá í Skriðdal. Brúuð var kvísl úr Jökulsá
á Fljótsdal, en aðalbrúin var gerð árinu áður. Hafin
var brúargerð á Kelduá i Suðurdal í Fljótsdal. Gerðar
voru brýr á Djúpá og Grenlæk í Vestur-SkaftafelLs-
sýslu og unnið að byggingu nýrrar brúar á Skaftá
hjá Kirkjubæjarklaustri í stað hinnar gömlu. Brú
var gerð á Miðskálaá undir Eyjafjöilum. Margar
smærri brýr voru byggðar á árinu.
Verzlun. Bandaríkin, Bretland, Hollenzku Vestur-
Indíur, Danmörk, Ítalía og Vestur-Þýzkaland vora
mestu viðskiptalönd íslendinga. Talsvert dró úr við-
skiptum við Bretland, og gæíti nokkurrar tregðu hér
á landi að kaupa brezkar vörur, eftir að löndunar-
bann var lagt á islenzkan ísfisk í brezkum höfnum.
Viðskipti við Bandarikin og Danmörku jukust hins
vegar allverulega.
Andvirði innflutts varnings frá Bretlandi nam
188.5 millj. kr. (árið áður 265.2 millj. kr.), frá Banda-
ríkjunum 185.4 millj. kr. (árið áður 120.5 millj. kr.),
frá Hollenzku V.-Indíum 142.8 millj. kr. (árið áður
91.5 millj. kr.), frá Danmörku 61.7 millj. kr. (árið áður
49.6 millj. kr.), frá Vestur- Þýzkalandi 40.8 millj. kr.
(árið áður 43.8 millj. kr.), frá Póllandi 36.8 millj kr.
árið áður 35.6 millj. kr.), frá Finnlandi 34.2 millj. kr.
(árið áður 37.2 millj. kr.), frá Sviþjóð 31.6 millj. kr.
(árið áður 44.7 millj. kr.), frá Belgiu 30 millj. kr.
(árið áður23.2 millj. kr.), frá Spáni 27 millj. kr. (árið
áður 41.5 millj. kr.), frá Tékkoslóvakíu 23.2 millj. kr.
(árið áður 19.4 millj. kr.), frá Hollandi 22.5 millj. kr.
(árið áður 35.5 millj. kr.), frá Brasilíu 16.8 millj. kr.
(árið áður 19.3 millj. kr.), frá Noregi 15.8 millj. kr.
(árið áður 11.6 millj. kr.), frá Austurriki 14.3 millj. kr.
(árið áður 8.4 millj. kr.), frá Kanada 9.6 millj. kr.
(árið áður 8.7 millj kr.), frá Ítalíu 8.6 millj. kr.
(árið áður 27.3 millj. kr.), frá Frakklandi 7 millj. kr.
(86)