Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 83
hverfi. Nýtt barnaheimili, Laufásborg, tók til starfa
í Rvik. Rúmar ])að um 150 börn. Unnið var að
byggingu íþróttahúss K. R. í Kaplaskjóli. Unnið var
að því að útvega nýtt húsnæði fyrir Ræjarbókasaín
Reykjavíkur. Unnið var að byggingu heilsuverndar-
stöðvar Rvíkur og Bæjarsjúkrahúss Rvíkur. Unnið
var að innréttingu blóðbankahússins og að því að
fullgera Röntgendeild Landsspítalans. Unnið var að
hyggingu Neskirkju í Rvík. Mildar umbætur voru
gerðar á sundhöllinni i Rvík. Unnið var að viðbygg-
ingu við Landsímahúsið í Rvík. Miklar umbætur voru
gerðar á lóð Háskólans. Þar var afhjúpað minnis-
merki um franska vísindamanninn dr. Charcot, er
fórst við ísland 1936. Hafin var bygging stórhýsis
Morgunblaðsins við Aðalstræti i Rvík. Til starfa tók
í Rvík almenningsþvottastöð „Snorralaug“. Unnið var
að þvi að fullgera olíustöð Olíuverzlunar íslands i
Laugarnesi. — Mikið kvað að ibúðarhúsabyggingum
i Rvík, m. a. var unnið að byggingu smáíbúðahverfa
í austurhluta bæjarins. Milcið var unnið að skrúð-
garðagerð i Rvik, m. a. að umbótum á Tjarnargarðinum.
Mikið var og unnið að gatnagerð. Nýtt torg, Mela-
torg, var gert á mörkum Suðurgötu og Hringbrautar.
Hafnar voru framkvæmdir við lagningu hitaveitu í
ýmis úthverfi bæjarins.
Vinna við áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi
hófst i april. Sóttist verkið vel, og var aðalbygging-
um að mestu lokið í árslok. Talsvert var enn um fram-
kvæmdir i Reykjalundi, og var m. a. unnið að bygg-
ingu vinnuskála. Unnið var að byggingu fávitahælis
í Kópavogi, og var nokkur hluti þess tekinn í notkun.
Er hælið byggt með fjárframlögum ríkisins og Odd-
fellowareglunnar. Ætlunin er, að byggja fleiri sams-
konar hæli á þessum stað. Umbætur voru gerðar á
Vifilsstaðahæli. Unnið var að framlengingu sjóvarn-
argarðsins hjá Gesthúsum á Álftanesi. Enn var unnið
að elliheimili og sundhöll i Hafnarfirði. Nýja barna-
(81)