Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 110
mælt mál, hvort sem það var liáð, glettni eða við-
kvæmni, sem hrærði strenginn — eða aðeins bjó
undir yndi skáldsins af að fara á kostum máls og
rims. Af öðrum óskmögum ferskeytlunnar skal liér
einungis nefndur Jún S. Berymann. Hann var fæddur
á Króksstöðum í Miðfirði 1874. Hann stundaði nám
i Flensborg. Hann gegndi síðan margvíslegum störf-
um um ævina, var meðal annars lengi i siglingum
milli Ameríku og Englands. Eftir liann komu út
Ferskeytlur, 1922, og Farmannsljóð, 1925, en árið
1949 var prentað safn af kvæðum hans og kvið-
lingum. Jón Bergmann var með afbrigðum smekk-
vís og hagorður, orti jafn vel bitrar ádeilur, háð-
og spottkviðlinga, tiestavisur, vísur um siglingar og
sæfarir og spaklegar ferskeytlur um lífskvöl sína
og örlög. Oft gætir í vísum Jóns Bergmanns örlög-
þrungins lifstrega.
Vestur-íslenzk skáld. Um vestur-islenzk skáld ætti
að skrifa sérstaka grein i þetta rit, enda hafa þau
sérstöðu um margt meðal íslenzkra skálda og verða
vart dæmd réttlátlega nema þess sé gætt. Hér skal
nú lauslega drepið á aðeins fjögur, sem út hafa komið
tjóðabækur eftir hér heima. Kristján N. Júlíus var
fæddur á Akureyri 1860. Hann fluttist 18 ára gamall
til Ivanada, en átti síðan tengst af heima í Banda-
ríkjunum og vann alltaf erfiðisvinnu. Hann lézt árið
1945. Kristján var þekktur sem skáld undir nafninu
Káinn, og vakti það alls staðar bros á vör og glampa
í augum. Hann orti mest glettnivísur og gamanljóð,
sem oft er í broddur af spotti, og á mörg þeirra
bregður bliki skarprar lífsatliugunar og mannþekk-
ingar. Fyndni hans er mjög sérstæð, sjónarmiðin ó-
venjuleg og óvænt. Varpar skáldið stundum skýru og
skoplegu ljósi yfir sammannlegar veilur ■— og jafnt
þótt hann beini skeytunum að sjálfum sér. Sig-
urður Júlíus Jóhannesson fæddist á Læk í Ölfusi árið
1868. Hann varð stúdent 1897, stundaði nám i lækn-
(108)