Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 48
son viðurkenndur vararæðismaður Danmerkur i Vest-
mannaeyjum. 13. marz tók I. G. Syssoev sendiráðu-
nautur við forstöðu sendiráðs Sovétsambandsins i
Rvík. 12. ág. afhenti Edouard de Haller forseta íslands
trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Sviss á íslandi.
19. ág. afhenti sendiherra ítala, Carlo Alberto de Vera
d’Aragona, hertogi af Alvito, forseta Islands skilríki
sín. í ág. lét N. W. Olsson af störfum sem menningar-
fulltrúi við bandaríska sendiráðið, en við tók Lorimer
Moe. Hinn 16. des. aflienti dr. Iíurt Oppler, sendi-
lierra Vestur-Þýzkalands, forseta íslands skilríki sin.
Ýmsar breytingar urðu á starfsliði hinna erlenau
sendiráða í Rvik.
Handritamálið. Hafin var fjársöfnun til að byggja
hús yfir íslenzku handritin, sem nú eru i Árnasafni,
en vonir stóðu til, að þau eða eitthvað af þeim yrðu
afhent íslendingum. Engin niðurstaða náðist þó í
handritamálinu á árinu.
Heilsufar. Yfirleitt var heilsufar gott. Inflúenzu-
faraldur gekk á Norðurlandi síðari hluta júnimánaðar.
Mislingar gengu allviða siðari hluta árs. Hafin var
gerð spjaldskrár um alla íslendinga, m. a. með tiiliti
til berklarannsókna. Stofnað var í Rvilr félag til að
hjálpa fötluðu og lömuðu fólki. Gekkst þetta félag
fyrir skýrslusöfnun um fatlað fólk og larnað á íslandi.
Krabbameinsfélag Reykjavikur gaf Röntgendeild
Landsspitalans ný geislalækningatæki. Kvenfélasið
„Hringurinn" opnaði i Rvík ljósbaðstofu fyrir börn.
Almenn berklarannsókn fór fram á Siglufirði. Þýzkur
sérfræðingur rannsakaði skilyrði til gufu- og leirbaða
á íslandi.
Iðnaður. íslenzkur iðnaður átti við mikla erfiðleika
að etja, bæði sökum lánsfjárskorts og innflutnings
erlends iðnvarnings. Stofnfundur Iðnaðarbanka ís-
lands var haldinn 18. okt. Glæsileg iðnsýning var
haldin i Rvík i sept. og okt. Sóttu hana rúmlega 73 000
manns. Er þetta fjölsóttasta sýning, sem haldin hefur
(46)