Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Page 2
Forstöðumenn Þjóðvinafélagsins
1948 og 1949.
Forseti: Bogi Ólafsson, yfirkennari.
Varaforseti: Barði Guðmundsson, þjóðskjalavörður.
MeSstjórnendnr: Guðni Jónsson, mag. art., skólastjóri.
Halldór Kiljan Laxness, rithöfundur.
Þorkell Jóhannesson, dr. phil., prófessor.
Til nýrra félagsmanna.
Nýir félagsmenn geta enn fengið allmikið af liinum
eldri félagsbókum við hinu upprunalega lága verði, svo
sem hér segir: Arsbækur 1942: 5 bækur fyrir 10 kr..
1943: 4 bækur fyrir 10 kr., 1944: 5 bækur fyrir 20 kr.,
1945: 5 bækur fyrir 20 kr., 1946: 5 bækur fyrir 30 kr.,
1947: 5 bækur fyrir 30 kr. og 1948: 5 bækur fyrir 30 kr.
— Allmargar bókanna fást í bandi gegn aukagjaldi.
Hér er tækifæri til að gera sérstakiega góð bókakaup,
þrátt fyrir dýrtíðina. Af sumum þessara bóka eru mjög
fá eintök óseld.
Bækur, sem vér höfum nú til sölu,
auk félagsbókanna.
Kviður Hómers, I.—II., Nýtt söngvasafn, Bréf og rit-
gerðir Stephans G. Stephanssonar, I.—IV. b., Saga fs-
lcndinga, IV.—VI. b. (VII. b. í prentun), Heiðinn siður
á íslandi, Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar, Land og
lýður, Sálkönnunin, Veraldarsaga H. G. Mrelis, Uppruni
íslendingasagna, Bréf Jóns Sigurðssonar, Hagfræði II. b„
Ilavið Livingstone (Rvík 1916), Farsæld eftir O. S.
Marden, Kleopatra eftir W. Görlitz, Feigð og fjör eftir
A. Majochy og Orðakver Finns Jónssonar. — Margar
þessara bóka fást í bandi.
Ókeypis bókaskrá send þeim, sem þess óska.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins.