Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Side 31
og kvöldum og nóttum í leikhúsum og á dansleikj-
um. Tæplega tvítugur hefur hann erft stóreignir
uppi í sveit, umfangsmiklar jarðir og átthagafjötr-
aða bændur, sem hann þekkir hvorki né metur, en
halda uppi svalli hans i fjarlægum glæsibæ með erf-
iði fátæktar sinnar i kúgun fábreyttrar sveitar.
Þetta verður siðan eitt merkasta viðfangsefni rúss-
neskra bókmennta. Eitt sinn atvikast það svo, að
Onegin þarf að eyða nokkrum tíma á góssi sínu eða
sveitasetri, þó að honum sé það varla geðfellt. Þar
kynnist hann nágranna sinum, ungu skáldi, þýzk-
menntuðu og rómantísku, en Onegin var (eins og
Pushkin sjálfur) alinn upp við frönsk áhrif. Með
þeim tekst mikil vinátta. Þeir kynnast þá öðrum
nágrönnum, stórbændafjölskyldu, og eru þar í heim-
ili tvær gjafvaxta dætur, Olga og Tatjana, og nú
hefst ástarsaga kvæðisins. Lýsingin á Tatjönu og
móður hennar er forkunnar fögur og talin meðal
beztu kvenlýsinga. Tatjana er hinn ágætasti kven-
kostur, búin öllum kvenlegum yndisþokka, en blátt
áfram og lifandi, hugsandi og starfandi kona. Hún
fellir hug til Onegins, en skáldið, vinur hans, verð-
ur ástfangin af Olgu systur hennar. Onegin veitir
Tatjönu enga athygli og skellir skolleyrum við
bréfi, er hún skrifar honum, en fer í þess stað að
sækjast eftir systur hennar, sem er lofuð vini hans.
Ur þessu kemur til einvígis milli þeirra, og fellir
Onegin vin sinn og fer síðan landflótta. Árin líða í
nýjum ævintýrum landeyðunnar fyrir Onegin, i sorg
og söknuði fvrir stúlkunni. Hún fer samt að lokum
til Mosltvu og giftist, fyrir bænarstað fólks síns,
gömlum hershöfðingja og verður mikilsmetin og
dáð i samkvæmislífi borgarinnar. Þar rekst Onegin
á hana aftur af hendingu, og forn ást hans blossar
upp á ný, en hún vísar honum á bug, en á laun
rekur hún minningar æsku sinnar og æskuástar og
grætur yfir þeim.
(29)