Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Side 34

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Side 34
sagði Pushkin hiklaust, og lét keisarinn þessa ber- sögli sér vel líka. Pushkin hafði framan af ævi litla þekkingu á högum bænda og almennings i landi sínu og litla samúð með þeim. En hann var vel kunnugur vestrænum hugmyndum um frelsi og trúði á þær. Hann lét sig dreyma um það, að þræl- dómsokinu mundi af létt fjmir skipun keisarans, og eitt sinn hað hann þess, að aldrei kæmi að því, að hugsunarlaus og grimmúðugur lýðurinn gerði upp- reisn. Þegar á leið ævina, fór Pushkin að veita málum óbreyttrar alþýðu meiri athygli en áður og fékk samúð með þeim og varð talsmaður frelsis og mann- réttinda gegn ánauð og vanþekkingu. Þetta kemur t. d. fram í sögunni „Dóttir höfuðsmannsins“. Sú sannfæring festist einnig í honum meir og meir eftir þvi sem árin liðu, að hann varð ákveðinn þjóðernis- sinni, eindreginn Rússi. Hann var sögumaður og gerði allumfangsmiklar rannsóknir í skjalasöfnum og hafði einkum miklar mætur á Pétri mikla. Sum mestu ltvæði hans eru sögukvæði, svo sem langur óður um Poltava, og eitt stórbrotnasta og magnað- asta kvæði hans er um Riddarastyttu Péturs mikla og flóðið i Pétursborg 7. nóvember 1824. Ritskoð- unin bannaði útgáfu þessa kvæðis nema með mikl- um breytingum, sem Pushkin vildi ekki fallast á, svo að það kom ekki út fyrr en að honum látnum. Það er að forminu til dýrðaróður um Pétur mikla og lýsir því, hvernig riddarastytta hans á klettasnös í Pétursborg brýtur ein ofurvald flóðbylgjunnar úr Nevaánni. Kvæðið segir hatramma og spennandi sögu, sem er ágæt í sjálfri sér, en ritskoðunin hefur líka sjálfsagt séð það réttilega, að kvæðið lýsti einn- ig hörðum andstæðum og átökum í menningu og þjóðlífi. Annað stórverk Pushkins er líka sögurit. Það er leikritið Boris Godunov, sem ritskoðunin bannaði (32)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.