Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Side 37
ára afmæli hans. Hann var létt og fagurt skáld og
leikandi sögumaður fremur en leitandi spekimaður,
talsmaður lífsins og frelsisins. Maxim Gorki hefur
lýst áhrifum sínum, þegar hann las kvæði hans í
fyrsta sinn og í einni lotu. Það var eins og að koma
upp úr blautri mýri út á víða sólblikandi og ang-
andi blómlendu. Orð hans varpa sólskini á allt,
sem þau lýsa. Þau eru bjarmi af nýjum degi.
Vilhjálmur Þ. Gislason.
August Strindberg.
Aldarafmæli August Strindbergs var 22. janúar
1949, kringum 37 ár eru nú síðan hann andaðist.
Enn í dag er hann gáta, lifandi viðfangsefni víða
um lönd, til andmæla eða aðdáunar, þó að hann sé
ekki lengur deiluefni á sama hátt og hann var oft
í lifanda lífi. Bardagaefni samtíma hans hafa mörg
fjarað út og hafa ekki sama afl aðdráttar og hneyksl-
unar og þá var, en annað er komið í staðinn til
þess að æsa hugina og skipta flokkunum og verð-
ur fjarað út eftir önnur 40 ár eða fyrr. Strindberg
stóð sjálfur í ljósum loga alla ævi sina í einhverj-
um þess háttar deilum dagsins. Hann fórnaði þessu,
sem þá hét með annars manns orðum að setja „pro-
blemer under debat“, miklu af sinu undursamlega
ímyndunarafli, sínum glitrandi stíl, sinni frjósömti
frásögn og sinni brjáluðu viðkvæmni. Skilningur
þeirra tíma á mörgum úrlausnarefnunum og á rök-
ræðunum er nú löngu úr sér genginn, „problemin“
slitin, „debattinn“ leiðinlegur, hvort sem það var hjá
Ibsen eða Strindberg, Hauptmann eða Zola. Nýir
menn koma með nýtt líf,- nýja trú og nýjan efa. En
samt er sikvik undiraldan í þessu gamla vigorði, af
því að það er eðli allrar listar með einhverjum
hætti, að hún getur ekki verið viðskila við lifið.
(35)