Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Qupperneq 41
þó að henni hafi iðulega veriS beitt einstrengings-
lega eSa öfgafullt, því aS hvorki dugar umhverfi né
erfSir einar, ef ekki er til eldur andans og einstak-
lingsins. Þau einstaklingseinkenni og þann anda átti
Strindberg rikulega. „Heilinn í mér hefur veriS
hvítglóandi frá þvi ég var barn,“ segir hann sjálfur
einhvers staSar.
Strindberg var af góSu bergi brotinn. Samt voru
þaS ýmis atvik i ætt hans og uppvexti, sem áttu
hvaS mestan þátt í beiskju hans og ójafnvægi. FaSir
hans var einþykkur og þögull maSur og hafSi orSiS
fyrir efnalegum skakkaföllum. Yfir æsku Strind-
bergs hvíldi skuggi vonbrigSa og fátæktar. MóSir
hans var af lægri stigum í þjóSfélaginu, en góSur
drengur og dugnaSarkona. Þetta setti samt beiskju
stéttamunarins í líf Strindbergs og viSskipti hans
viS umheiminn. Hann lét skáldlega ævisögu sina
heita „Sonur vinnukonunnar". Hann dróst mikinn
hluta ævi sinnar meS þess háttar tilfinningu, sem
seinna var kölIuS „minnimáttarkennd“. SálarfræS-
ingurinn, sem fann upp þetta orS, sagSi, aS þaS
hefSi einmitt m. a. veriS lesturinn á „Syni vinnu-
konunnar“, sem beindi athygli hans aS þessu sálar-
einkenni. Strindberg hefur sagt fátt annaS en illt
af æsku sinni og uppvexti, og' einkum minntist hann
skóla sinna meS hryllingi. Einu sinni, þegar Divina
commedia barst í tal, lcomst hann svo aS orSi, aS
sjálfur hefSi hann veriS í Helviti og Hreinsunar-
eldinum, en Himnaríki hefSi hann aldrei séS. Hon-
um voru uppvöxtur hans og hjónaband helvíti og
hreinsunareldur, en til himnaríkis sá hann helzt í
list sinni. Uppvexti hans var annars engan veginn
alls varnaS. Á heimili hans var stunduS hljómlist,
og þaS var bókhneigt. Strindberg unni alltaf tón-
list. Sjálfur var hann mjög viSkvæmur og reikull.
Vegna gáfna sinna voru honum ýmsar leiSir opnar,
og hann reyndi margt. Söguhetjan í „Sögu vinnu-
(39)