Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Side 42
konunnar“ segir: Hann kom hræddur í heiminn og
lifði í stöðugum ótta við lifið og mennina. Strind-
berg tók að vísu stúdentspróf og fór í Uppsalahá-
skóla, fátækur og reikull. Hann las læknisfræði,
revndi kennslustörf, las skáldrit, var við blaða-
mennsku, var á kanti við allt og alla. Hann samdi
leikrit og sögur, m. a. úr islenzkum efnum, eins og
Áns sögu bogsveigis, eða úr rómverskum, eða um
Thorvaldsen.‘Hann gerði lika leikrit um Jesús frá
Nazaret og sagði sjálfur, að það mundi með einu
höggi gera út af við alla guðshugmynd og allan
kristindóm. Einhvern veginn lifði kristindómurinn
samt af þetta áfall. Strindberg játaði sjálfur seinna,
fyrir andlát sitt, kristna trú sína. Svo reyndi Strind-
berg að verða leikari, en það fór út um þúfur. Hann
varð bókavörður um skeið og fór þá að fást við
kínversku. Upp úr þessu öllu varð hann rithöfundur
af lifi og sál. Honum var illa tekið í fyrstu, svo að
hann fór úr landi. Þá var hann stundum ofsóttur
og ákærður fyrir guðlast og sakaður um ósæmilegan
rithátt og klám, og urðu úr heiftúðug málaferli, sem
Strindberg vann.
Hann var sífellt óþreytandi starfsmaður, lesandi,
skrifandi, leitandi og rannsakandi. Lengi hneigðist
hugur hans mest að efnafræði, og hann hafði rann-
sóknarstofu í París. Þar vann um eitt skeið hjá
honum einkennilegur íslenzkur maður, Frimann
Arngrímsson. Úr þessu varð hann alkymisti eða
gullgerðarmaður, en hann fékkst einnig við jarð-
fræði, og að lokum varð hann dulspekingur. Ég
hef ekki vit á því, hvort þessar tiltekjur hans eru
nokkurs virði, nema hvað sagt er, að svo sé um
sumt af því, sem hann skrifaði um kínversk fræði
ög um sænska sögu, en flestir telja hitt fánýt fræði.
Þetta er fyrst og fremst athyglisvert af því, að það
voru áhugamál Strindbergs. Þau gerðu að vísu út af
við heilbrigði sálar hans á tímabili, og olli reyndar
(40)