Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Page 44
vægi fagurrar og mannlegrar listar, einkum leik-
rænnar listar. Þar var hann mestur.
Vilhjálmur Þ. Gíslason.
Árbók íslands 1948.
Árferði. Fyrstu mánuði ársins var veðrátta um-
hleypingasöm sunnan lands, en á Norður- og Austur-
landi voru talsverðar frosthörkur og snjóalög víða
mikil. Yorið var kalt. Hafíss varð vart i april í nánd
við Vestfirði og Griinsey. í maíbyrjun snjóaði
mikið í Skaftafellssýslu, Vestmannaeyjum o. v. Sum-
arið var víða á landinu eitt hið þurrasta, sem menn
muna. Þornuðu vatnsból allvíða á bæjum. Haustið
var kalt. Síðustu mánuði ársins var tíð stirð og tals-
verð frost og snjóar öðru liverju.
Tún spruttu seint, en þó víða allvel að lokum. Mýr-
ar spruttu víðast fremur illa, en valllendi og flæði-
engi allvel. Tíð var yfirleitt ágæt um heyskapartím-
ann og heyfengur góður. í september hröktust þó hey
allmjög víða á Norðausturlandi og ónýttust sums
staðar. — Þorskafli var í meðallagi. Mikil síldveiði
var í Hvalfirði fyrstu mánuði ársins, en síldarafli
við Norðurland um sumarið var mjög rýr.
Brunar. 19. marz brann netagerðin „Höfðavik“ i
Rvík, og eyðilagðist þar mikið af veiðarfærum. 2.
apríl brann frystihúsið „Frosti“ í Keflavík. 4. apríl
var stórbruni á Selfossi. Margir sveitabæir og gripa-
hús brunnu síðari hluta sumars, stundum út frá hita
í heyjum. Aðfaranótt 11. nóv. brann bifreiðaverk-
stæði Akraness, og eyðilögðust þar fjórir bílar. 15.
nóv. brunnu geymsluhús á Keflavíkurflugvelli, og
eyðilögðust þar flugvélavarahlutar fyrir um 1 millj.
kr. 3. des. brann rafstöð og smíðaskáli Reykjaskóla
í Hrútafirði. Ýmsir aðrir brunar urðu á árinu.
(42)