Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Page 50
son viðurkenndur umboðsræðismaður Frakka i Vest-
mannaeyjum. 17. júlí afhenti dr. Th. Kuska forseta
íslands skilríki sín sem sendiherra Tékkóslóvakíu
á íslandi með aðsetri í Osló. 10. ágúst var C. A. C.
Brun veitt lausn frá störfum sem sendiherra Dana
á íslandi. 20. ág. lét Ludvig Andersen af störfum
sem aðalræðismaður Finna i Rvik, en við tók
Eiríkur Leifsson. 14. sept. var Julius Schopka viður-
kenndur ræðismaður Austurríkismanna í Rvik. 14.
sept. afhenti dr. J. Giebultowicz forseta íslands
skilriki sin sem sendiherra Pólverja á íslandi með
aðsetri í Osló. 20. okt. var N. Kazemi viðurkenndur
sendiherra írans hjá ríkisstjórn íslands með aðsetri
í Stokkhólmi. 4. nóv. var Halldór Jónsson, Seyðis-
firði, viðurkenndur vararæðismaður Norðmanna á
Austfjörðum. 1. des. var Sverrir Ragnars viður-
kenndur vararæðismaður Norðmanna á Akureyri.
Heilsufar. Hettusótt, skarlatssótt og hlaupabóla
stungu sér niður hér og hvar. Mænusóttarfaraldur
geisaði á Akurevri síðustu mánuði ársins, og varð
að loka þar skólum og banna samkomur. Mænusótt
gekk á ýmsum öðrum stöðum, einkum norðan lands,
t. d. í Reykjaskóla og Löngumýrarskóla.
Iðnaður. Mikið var um iðnframkvæmdir á árinu
þrátt fyrir efnisskort. Bátasmíðastöð tók til starfa
í Rvík. Hafin var bygging stórrar síldarverksmiðju
í Örfirisey. Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan i Hafn-
arfirði var stækkuð og síldarverksmiðja byggð á
Akranesi. Hafin var bygging beinamjölsverksmiðju
í Stykkishólmi, og niðursuðuverksmiðja tók til
starfa á Ólafsfirði. Snemma árs tók til starfa stórt
brauðgerðarhús í Rvík, „Rúgbrauðsgerðin h.f.“
Framleiðsla þurrmjólkur á Blönduósi gekk vel.
Hafin var i Rvík sútun fiskroða í skó, veski o. fl.
Klæðaverksmiðjan á Álafossi og „Gefjun“ á Akur-
eyri voru stækkaðar og unnið að byggingu ullar-
þvottastöðvar á Akureyri. í Rvík tók til starfa sjó-
(48)