Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Page 72
voru allmiklar þrátt fyrir efnisskort. í Rvík var
enn unnið að byggingu gagnfræðaskóla- og iðn-
skólahúss. Unnið var að stækkun húsmæðraskólans
í Rvík. Talsvert var unnið að Þjóðleikhúsinu. í-
þróttahús Háskóla ísl. var fullgert og hið nýja
þjóðminjasafnshús að mestu. Stórhýsi Rúnaðarbank-
ans var tekið í notkun og hús Hæstaréttar við Arn-
arhvol fullgert. Allmiklar umbætur voru gerðar á
dómkirkjunni í Rvik. Unnið var að byggingu Hall-
grimskirkju í Skólavörðuholti, og var nokkur hluti
hennar tekinn til afnota i desember, en byggingu
er ekki nærri lokið. Bálstofan og kapellan i Foss-
vogi voru teknar i notkun. Fæðingardeild Lands-
spítalans var fullgerð og tók til starfa um áramótin.
Lokið var við stækkun elliheimilisins í Rvik. Nýja
eimtúrbínustöðin við Elliðaár tók til starfa í april.
Unnið var að lagningu hitaveitu frá Reykjahlið i
Mosfellssveit að Reykjum, þar sem hún sarneinast
hitaveitu Rvíkur. í desember tók til starfa í Rvík
nýtt kvikmyndahús, „Hafnarbió“. Talsvert var unnið
að fegrun Reykjavíkurbæjar, og var stofnað „Fegr-
unarfélag Reykjavíkur“ í þeim tilgangi. Mikið var
unnið að umbótum á skrúðgörðum Rvikur, og skóla-
garður tók til starfa þar. Komið var upp að nýju
sjóbaðstað í Nauthólsvík. — Enn var unnið að fram-
kvæmdum við tilraunastöðina á Keldum í Mosfells-
sveit. Mikið var um byggingar og aðrar framkvæmd-
ir á vinnuheimili berklasjúklinga i Reykjalundi. í
Hafnarfirði var unnið að ýmsum framkvæmdum,
m. a. að byggingu elliheimilis. Hafnarfjarðarbær
stóð og að ýmsum framkvæmdum í Krýsuvík.
Lokið var viðgerð á Bessastaðakirkju. Gerður var
um 200 metra langur varnargarður á Álftanesi til
að varna landbroti af ágangi sjávar. Mikið var um
framkvæmdir á Keflavikurflugvelli, m. a. byggt stórt
gistihús. Lögð var háspennulína frá Selfossi til
Hveragerðis. Lokið var við hitaveitu á Selfossi, og
(70)