Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Page 74
kemur úr Skorradalsvatni, en gerður skurður fyrir
ána úr vatninu litlu sunnar og byggð steinbrú yfir
hann. Gerð var loka í skurðinn til að jafna rennslið
í ánni. Háspennulina var lögð frá Akranesi að
Innra-Hólmi. Mikið var unnið að smíð skólahúsa
víðsvegar um land. Um bygging'u verksmiðja og
aðrar framkvæmdir í iðnaðarmálum er nokkuð getið
í kaflanum um iðnað. Unnið var að hafnargerð og
endurbótum á hafnarmannvirkjum á Akranesi, Rifi
á Snæfellsnesi, Flatey á Breiðafirði, Patreksfirði,
Bolungavík, ísafirði, Súðavík, Grunnavík, Kaldrana-
nesi, Skagaströnd, Sauðárkróki, Hofsósi, Siglufírði,
Ólafsfirði, Dalvík, Altureyri, Grenivík, Djúpavogi,
Hornafirði, Vestmannaeyjum, Þorlákshöfn, Keflavík,
Njarðvíkum, Vogum og Hafnarfirði. Faxagarður í
Reykjavíkurhöfn var stækkaður og fleiri umbætur
gerðar á höfninni. Hin nýja dráttarbraut Slippsins
í Rvík, en hún er hin stærsla á landinu, tók til
starfa. í sambandi við hafnargerðir voru dýpkunar-
skip notuð allmildð sums staðar. Vitar voru byggðir
i Höskuldsey á Breiðafirði, á Látrabjargi, við Stein-
grímsfjörð og á Ingólfshöfða.
Víða var unnið að vegagerð og viðhaldi vega.
Á þjóðveginum milli Reykjavíkur og Akureyrar var
mest unnið á Öxnadalsheiði og í Norðurárdal í
Skagafirði. í Dalasýslu var unnið í Klofningsvegi.
Á Vestfjörðum var m. a. unnið í Barðastrandarvegi,
Rafnseyrarheiðarvegi og Óshliðarvegi. Enn var unn-
ið i Súðavíkurvegi milli ísafjarðar og Súðavikur.
Á Súðavíkurvegi voru sprengd 30 metra löng jarð-
göng gegnum Arnardalshamar. Eru þetta fyrstu jarð-
göngin í vegakerfi íslands. Nokkuð var unnið i
Ögurvegi og Langadalsstrandarvegi, svo og i Bitru-
vegi í Strandasýslu. Á Norðurlandi var unnið all-
víða utan aðalþjóðvegarins, m. a. i Svalbarðsstrand-
arvegi. Á Austfjörðum var unnið í Oddsskarösvegi
og víðar. Krýsuvikurvegur var opnaður fyrir um-
(72)