Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Page 80
gerist, þarf meira en augun ein, og hin skilningar-
vitin nægja heldur ekki. ViS verðum að byggja at-
huganir okkar á tækjum, sem fundin hafa verið upp
af hugvitssömum mönnum, og fá með aðstoð þeirra
óbeinar upplýsingar um það, sem gerist.
Að visu hafa verið og eru kannske enn til menn,
sem hafa svo mikið álit á mannlegri skynsemi, að
þeir álita, að maðurinn með hugsun sinni einni
saman ætti að geta komizt að þvi, hvernig heim-
urinn er gerður, bæði i smáu og stóru. Að minnsta
kosti ætti ekki að þurfa önnur tæki en hin með-
fæddu skilningarvit. Menn þessir ganga út frá því,
að heimurinn verði aðeins byggður upp á einn veg,
þannig að ekki komi til innri mótsagna og árekstra
og að rökvísin ein nægi til þess að finna, á hvern
hátt þetta má verða.
Á hinn bóginn virðast það þó nokkuð miklar
kröfur til eins mannsheila, sem er svo örlítill hluti
af alheiminum, að hann syo að segja endurspegli í
sér allan heiminn, þannig að hann geti gefið sanna
mynd af gerð hans án frekari athugana.
Það voru fyrst og fremst hinir forngrísku heim-
spekingar, sem höfðu þessa ofurtrú á mætti skyn-
seminnar. Þeir lögðu margt gott til málanna og
gerðu margar mikilsverðar uppgötvanir á sviði
náttúruvísindanna. Starf þeirra var þó fyrst og
fremst í því fólgið að móta hugtökin, sem nota
þurfti, og leggja þannig grundvöll að frekari þróun.
Fyrstu kynni, sem við höfum af atóm- eða frum-
eindahugtakinu, eru þannig af grískum toga spunn-
in. Þess verður fyrst vart hjá heimspekingnum
Levkippos og lærisveini hans Demokritos, sem uppi
voru um 400 árum f. K. Hugmyndir þeirra um efnið
voru þær, að það væri samsett úr örsmáum ögnum,
sem þeir kölluðu atóm, en það er gríska og merkir
hið ódeilanlega. Atómin hugsuðu þeir sér svífandi
i tómu rúmi og á stöðugri hreyfingu. Þau eru eilif
(78)