Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Síða 82
láta náttúruna sjálfa skera úr, í stað eigin skyn-
semi, að þetta varð ljóst.
Af þróunarsögu atómvísindanna, og reyndar nátt-
úruvísindanna i heild, getum við lært tvennt, sem
að haldi getur komið einnig á öðrum sviðum. Annað
er að treysta ekki um of á hæfileika okkar sjálfra
til þess að draga réttar ályktanir, en hitt er að trúa
ekki of blint á kenningar annarra, jafnvel þó að þær
séu gamlar og viðurkenndar og höfundur þeirra
hafi skarað fram úr á sínum tíma. Slikur átrúnaður
hefur á öllum tímum átt drjúgan þátt i að tefja
fyrir framförum og kæfa allar nýjungar í fæðing-
unni.
Aristoteles var sá hinna grísku heimspekinga,
sem mest áhrif hafði á þróun náttúruvísindanna.
Hann má eflaust telja einhvern fremsta mann sam-
tíðar sinnar á þvi sviði, þó að allar kenningar hans
væru ekki réttar, eins og t. d. kenning hans um höf-
uðskepnurnar. En honum láðist að innræta læri-
sveinum sínum að taka alltaf það, sem sannara
reyndist, fram yfir kenningar sínar, og afleiðingin
varð sú, að kenningar Aristótelesar voru skoðaðar
sem óvéfengjanleg sannindi allt til loka miðalda, en
á þvi tímahili, eða í samfleytt 1900 ár, urðu litlar
sem engar framfarir í náttúruvísindum. Undirstað-
an, sem Aristóteles hafði lagt, var svo fjarri lagi,
að ekki var hægt að byggja áfram og bæta við á
þeim grundvelli, en hins vegar voguðu menn sér
ekki að reyna að endurbæta kenningar hins mikla
meistara. Gekk jafnvel svo langt, að forráðamenn
kirkjunnar hótuðu bannfæringum og lífláti, ef ein-
hver gerði tilraun í þá átt. Þeim þótti heimsmynd
Aristoteleser heppileg fyrir málstað kirkjunnar og
kærðu sig ekki um neina breytingu á því. Einkum
var þeim lítið gefið um atómkenningu Demokritosar,
því að hann hafði látið þá skoðun i ljós, að breyt-
ingarnar i heiminum fylgdu föstum reglum — nátt-
(80)