Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Blaðsíða 86
götvana. Næsta spor var stigið af itölskum eðlisfræð-
ingi, Avogadro að nafni. Honum var kunnugt um,
að mismunandi lofttegundir haga sér allar á sama
hátt hvað viðvíkur sambandinu milli rúmtaks, þrýst-
ings og hita og einnig, að þegar loftkennd efni ganga
í efnasambönd sín á milli, þá er það alltaf í mjög
einföldum hlutföllum hvað rúmtakið snertir. Til
þess að mynda vatn þarf t. d. alltaf 2 rúmtök af
vetni á móti hverju einu af súrefni, en af þvi mynd-
ast alltaf 2 rúmtök af vatnsgufu, ef hitinn er það
hár, að hún þéttist ekki, en rúmtak allra loftteg-
undanna verður að mælast við sama þrýsting og
hitastig. Til skýringar þessu kom Avogadro fram
með þá líklegu tilgátu, að rúmtak lofttegunda, inælt
við ákveðinn þrýsting og hitastig, væri aðeins kom-
ið undir því, hve mörg molekúl þar væru, en að
öðru leyti óháð, hvaða lofttegund um væri að ræða.
Hin einföldu rúmtakshlutföll við efnabreytingar
lofttegunda fengu á þennan hátt einfalda skýringu.
Við myndun vatns verðum við þá að hugsa okkur,
að 2 mólekúl af vetni gangi í samband við 1 mólekúl
af súrefni og myndi 2 mólekúl af vatni. Þar af leiðir
aftur, að súrefnismólekúlið skiptist á milli tveggja
vatnsmólekúla og hlýtur því að innihalda minnst
tvö súrefnisatóm. Á svipaðan hátt má finna, að
einnig vetnismólekúlið er samsett úr tveim atómum.
Á táknamáli efnafræðinnar, sem Svíinn Berzelius
innleiddi, er eitt atóm einhvers frumefnis táknað
með skammstöfun af hinu latneska heiti efnisins,
venjulega aðeins fyrsta stafnum. Þannig er vetnis-
atómið táknað með H (hydrogenium) og súrefnis-
atómið með O (oxigenium). Mólekúl þessara efna
fá þá táknin H2 og O2, miðað við að tvö atóm séu
í mólekúlinu, og myndun vatnsins er skrifuð á lik-
ingar-formi 2H2+O2 = 2H20. Útkoma efnabreyt-
ingarinnar er tvö mólekúl af vatni, sem hvort um
sig innihalda tvö atóm af vetni og eitt af súrefni.
(84)