Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Page 88

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Page 88
Samkvæmt kenningu Avogadros var auðvelt að mæla hlutfallslega mólekúlþunga mismunandi loft- tegunda. Þeir hlutu að standa í réttu hlutfalli viS eSlisþunga lofttegundanna. Með athugunum á efna- breytingum og samsetningu efnasambanda mátti svo finna atómþunga bæði þeirra frumefna, sem fyrir komu í lofttegundunum, og einnig þeirra frumefna, sem bundust þeim i efnasamböndum. Léttasta frum- efnið er vetnið. Atómþungi súrefnisins er 16 sinn- um meiri og þyngstu frumefnin hafa atóm, sem eru meira en 200 sinnum þyngri en vetnisatómið. Atómþungarnir voru gefnir með þunga vetnis- atómsins, eða V\e af atómþunga súrefnis sém ein- ingu. Nákvæmni mælinganna var mikil, en hins vegar var fyrst um sinn stærð einingarinnar, sem notuð var, óþekkt, svo að ekki varð sagt, hve mikill þungi hvers atóms væri í grömmum. Það magn af einhverju frumefni, sem vó jafn- mörg grömm og atómþunginn sagði til um, var kall- að eitt grammatóm. Ákvörðun þungaeiningarinnar var þá það sama eins og að finna. hve mörg atóm væru í einu grammatómi. Þegar kom fram um miðja síðustu öld, fékk atóm- kenningin aukið líf við það, að þá fóru menn að gefa gaum að afleiðingum hennar einnig á öðrum sviðum en því efnafræðilega. Þar má einkum nefna Þjóðverjann Clausius, sem var einhver helzti for- vígismaður hinnar svokölluðu mekanísku varma- kenningar. Samkvæmt þessari kenningu eru allir hlutir byggðir upp úr mólekúlum, sem hafa vissa stærð og vissan massa og eru á stöðugri hreyfingu. Hreyfing þessi er þvi meiri því hærra sem hitastigið er. Þegar fjarlægðin er stór á milli mólekúlanna, eru mjög litlar kraftverkanir frá einu mólekúli til annars, en ef þau nálgast hvort annað, verkar að- dráttarafl á milli þeirra, en siðan fráhrindandi kraftur, ef þau svo að segja rekast hvort á annað. (86)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.