Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Side 90
meðalhraða mólekúlanna. Það sýnir sig, að hraðinn
er þeim mun meiri þvi léttara sem loftið er i sér,
þ. e. a. s. því léttari sem mólekúlin eru, og að hann
verður að aukast með hækkandi hitastigi. Útkoman
úr þessum reikningum er mjög há. Meðalhraði
vetnismólekúlsins við venjulegt hitastig er um það
bil 2 km á sekúndu, og hraði súrefnismólekúlsins
verður ferfalt minni, eða um 500 m/sek. Þessi mikli
hraði kemur þó vel heim við útbreiðsluhraða
hljóðsins, sem er nokkru minni, en þó af sömu
stærðargráðu, og einkum vekur það traust á atóin-
kenningunni, að hinn mældi hljóðhraði breytist á
sama hátt með hitastigi og mólekúlþunga eins og
hinn reiknaði meðalhraði mólekúlanna.
Frekari útreikningar og samanburður við það,
sem áður var þekkt um samband milli hita, rúm-
taks og þrýstings í lofttegundum, gáfu til kynna, að
hreyfingarorlca einstakra mólekúla ykist í réttu
hlutfalli við hitastigið og gerðu mögulega útreikn-
inga á eðlisvarma loftsins, með útkomum, sem
komu vel heim við mæld gildi. Þegar kælingin er
orðin það mikil, að mólekúlin hafa algerlega misst
hreyfingarorku sína og standa kyrr, þá er engin
frekari kæling möguleg. Það er því ekki hægt að
kæla hlut takmarkalaust á sama hátt og hægt er að
hita hlutinn upp meira og meira. Kyrrstaðan kemst
á við hitastig, sem á Celsiusmæli svarar til -s- 273
gráða, og þetta er því lægsta hitastig, sem hugsan-
legt er. Við mestu kælingar, sem framkvæmdar hafa
verið í kælivélum, hefur hitastigið aðeins verið broti
úr gráðu hærra en þetta gildi, sem kallast hinn
absolúti núllpunktur.
Þessar athuganir og margar fleiri gerðu menn æ
sannfærðari um gildi atómkenningarinnar. Hér er
ekki hægt að rekja það allt, og oft verður heldur
ekki komizt fram hjá löngum og flóknum reikning-
um til þess að notfæra sér þessa kenningu við skýr-
(88)