Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Page 93
billjón billjónasti hluti úr grammi (ein billjón er
milljón milljónir).
Enn meiri skilningur á eSli atómanna fékkst vifS
athuganir á rafmagninu og sambandi þess við efnið.
Englendingurinn Faraday tók upp á því að senda raf-
straum i gegnum upplausnir ýmissa efna í vatni, og
kom þá i ljós, að rafstraumnum var jafnan samfara
efnisflutningur bæði að pósitiva og negatíva skaut-
inu. Þetta sýnir, að rafmagnið er liér bundið við
efnið, og Faraday fann, að eitt grammatóm af ein-
gildu efni flytur alltaf með sér 96500 coulombein-
ingar af rafmagni. Þessi hleðsla hlaut að skiptast
jafnt niður á milli atómanna, sem fluttu rafhleðsl-
una, þannig að hvert þeirra bæri með sér ákveðna
hleðslueind.
Englendingurinn Thompson gerði nokkru siðar,
eða laust fyrir siðustu aldamót, tilsvarandi tilraunir
með að senda rafstraum í gegnum þynnt loft, sem
lokað var inni í glerpípu. Hér kom í ljós, að það
var mikill munur á pósitívu og negatívu rafmagni.
Pósitíva rafmagnið var alltaf samfara álika miklu
efnismagni eins og það flutti með sér við rafgrein-
ingu upplausna, en negatíva rafmagnið gat flutt með
sér miklu minna efnismagn. Þegar loftinu var dælt
út úr pípunni, svo vel að lítið sem ekkert loft varð
eftir, þá var samt hægt að senda rafmagn á milii
skautanna, en það er aðeins negatívt rafmagn, sem
fer frá negatíva skautinu, katóðunni, til þess pósi-
tiva, anóðunnar. Það er líkt og geislar gangi út frá
minusskautinu, og ef þeir lenda á glerinu, þá iýsir
það með grænu ljósi. Geislar þessir hlutu nafnið
katóðugeislar. Fyrst í stað var ekki vitað, hvers kon-
ar geislar þetta væru, hvort það væru efnisagnir
eða bylgjuhreyfing á borð við ljósgeisla. Úr því
fékkst skorið þegar sýnt var fram á, að geislar þessir
beygja bæði fyrir áhrif raf- og segulkrafta, en það
sýndi, að þeir voru í raun og veru efnisagnir
(91)