Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Síða 94
hlaSnar negatívu rafmagni, sem streymdu út frá
katóðunni. HlutfalliS á milli efnismagns og
rafhleSslu tókst einnig aS finna, en útkoman
var hér um bil 2000 sinnum minni en tilsvar-
andi hlutfall þegar vetni flytur meS sér raf-
magn í upplausnum. Ef viS reiknum meS því, aS
rafeindin sé jafnstór í báSum tilfellum, þá hlýtur
massi agnanna í katóSugeislunum aS vera um 2000
sinnum minni en massi vetnisatómsins. Þessar nega-
tívu rafeindir hafa hlotiS nafniS elektrónur. Efni
katóSunnar virtist engin áhrif hafa á eiginleika
katóSugeislanna, en af því mátti draga þá ályktun,
aS elektrónurnar væru í öllum efnum og væri aSeins
um eina gerS af elektrónum aS ræSa. Nú verSur þess
yfirleilt ekki vart, aS efnin séu hlaSin rafmagni, og
hljóta þau þvi aS innihalda pósitívar hleSslur, til
þess aS vega upp á móti hinum negativu elektrón-
um. Thompson hugsaSi sér atómiS sem einhvers
konar kúlu, sem sjálf væri hlaSin pósitívu rafmagni,
en inn í hana væru svo elektrónurnar greyptar, svo
aS heildarhleSsla atómsins yrSi engin.
Þessi atómhugmynd stóS þó ekki lengi, en var
fljótlega endurbætt samkvæmt nýrri rannsóknum af
Englendingnum Rutherford, sem var einhver
fremsti maSur atómvísindanna i byrjun þessarar
aldar. Rutherford fékkst aSallega viS rannsóknir
geislavirkra efna, en þau höfSu fundizt rétt fyrir
aldamótin síSustu. Sum þessara efna senda frá sér
hraSskreiSar agnir, hlaSnar pósitívu rafmagni, svo-
kallaSar alfa-agnir. Agnir þessar komast i gegnum
þunnar efnishimnur og flestar þeirra fara i gegn áa
þess aS beygja frá réttri línu. Sumar þeirra verSa
þó auSsjáanlega fyrir árekstrum, sem fá þær til aS
víkja frá hinni beinu línu, og þaS var viS aS athuga
þessi frávik, sem Rutherford gat gert sér grein fyrir,
hvernig atómin sjálf væru gerS. Þar sem langflestar
agnirnar komust í gegn án stefnubreytinga, dró
(92)