Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Side 95
Rutherford þá ályktun, aíS mestur hluti þess rúms,
sem efni?5 tekur, væri í raun og veru tómt, en hin
fáu frávik sýndu, að i atómunum hlutu að vera ör-
litlir þungir kjarnar, hlaðnir pósitívu rafmagni.
Alfa-agnirnar breyttu stefnu, þegar þær rákust beint
á einhvern kjarnann eða komu svo nálægt honum,
að hinna fráhrindandi rafkrafta fór að gæta. Út frá
fjölda þessara árekstra mátti svo finna stærð kjarn-
ans, en hann reyndist um 10 000 sinnum minni en
sjálft atómið. Atómmynd Rutherfords var því sú,
að í miðju atóminu væri örlítill pósitívur kjarni,
þar sem svo að segja allt efnismagn atómsins væri
saman komið, en í kringum hann svifu svo mátu-
lega margar elektrónur til þess að upphefja hleðslu
kjarnans. Atómið er því mjög áþekkt sólkerfinu.
Kjarninn svarar til sólarinnar og elektrónurnar til
plánetanna. Sameiginlegt bæði sólkerfinu og atóminu
er, að efnisagnirnar fylla aðeins örlítinn hluta rúms-
ins. Rutherford gat einnig ákveðið hleðslu kjarnans
og sýnt fram á, að hún fór eftir þvi, hvaða frumefni
kjarninn tilheyrir. Léttasta frumefnið, vetnið, hefur
kjarnahleðslu, sem svarar til einnar elektrónu-
hleðslu, en þyngsta frumefnið, sem finnst i náttúr-
unni, úraníum, hefur kjarnahleðslu, sem samsvarar
92 elektrónuhleðslum. Á þessu bili liggja öll hin
þekktu frumefni. Kjarnahleðslan er alltaf heilt marg-
feldi af hleðslu elektrónunnar, og fjöldi elektrónanna,
sem svifur í kringum kjarnann, þegar atómið er i sínu
venjulega ástandi, nægir einmitt til þess að upphefja
verkanir kjarnahleðslunnar út á við. Hverju frum-
efni má því gefa númer, sem gefur til kynna kjarna-
hleðsluna eða elektrónufjöldann í atóminu. Númer
þetta er nefnt atómnúmerið og gengur frá 1 hjá
vetni upp í 92 lijá úraníum.
Atómmynd Rutherfords var þó vissum vand-
kvæðum bundin, sem komu i veg fyrir, að hún
gæti hlotið almenna viðurkenningu fyrst í stað.
-.93)