Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Síða 98
um undan atómkenningunni, því að hreyfingarlög-
mál Newtons voru undirstaðan, sem ailir reikningar
byggðust á. Til þess að geta framkvæmt reikninga,
sem giltu fyrir hegðun elektrónanna í atómunum,
varð Bohr að finna nýja undirstöðu í samræmi við
þær staðreyndir, sem þekktar voru.
Þetta var erfitt viðfangsefni og það þurfti næman
skilning á mikilvægi hinna viðurkenndu náttúrulög-
mála til þess að meta, hvað af þeim væri svo veiga-
mikið, að það hlyti einnig að gilda í atóminu, og
hverju kæmi til mála að breyta. Mjög djúptækar
setningar, eins og t. d. orkusetninguna, lætur Bohr
halda sér, en gerir breytingar á öðrum ekki eins
veigamiklum, eins og t. d. lögmálinu um útgeislun
frá hlöðnum hlut á hreyfingu.
f grein sinni um vetnisatómið, sem út kom 1913,
tengir Bohr saman atómmynd Rutherfords og litrof
vetnisins með því að setja tiðni ljóssins, sem vetnið
sendir frá sér, i samband við orku vetnisatómsins.
Áður hafði verið bent á það, bæði af Planch og Ein-
stein, að i vissum tilfellum væri um slikt samband
að ræða.
Bohr gerir ráð fyrir, að elektrónan geti hreyfzt á
vissum brautum í atóminu, án þess að útgeislun
eigi sér stað, og að ljósið komi fram um leið og
elektrónan stökkvi frá einni braut á aðra, sem ligg-
ur innar. Tiðni ljóssins, sem myndast, á að vera í
réttu hlutfalli við orkuna, sem atómið tapar.
Fyrirfram gat Bohr ekki vitað, hvort þessar til-
gátur væru réttar. Hann varð að reikna út afleið-
ingar þeirra og bera þær saman við mældar stærðir.
Reikningar hans á bylgjulengdum eða tiðnum vetnis-
ljóssins gáfu útkomur, sem pössuðu mjög nákvæm-
lega við mælingar, sem gerðar höfðu verið á þess-
um bylgjulengdum, en reikningar Bohrs studdust að-
eins við stærðir, sem ákveða mátti óháð öllum
bylgjulengdamælingum. Þetta sýndi ótvírætt, að
(96)