Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Qupperneq 100
Bohr var á réttri leið, og nú var leiðin opin fyrir
frekari rannsóknum á hegðun elektrónanna og ann-
arra lítilla hluta.
Mismunurinn á hegðun hinna smáu og stóru hluta
er mjög áberandi. 1 heimi hinna smáu hluta er yfir-
leitt ekki hægt að segja fyrir um það, hvað
muni gerast, með neinni vissu. Undir sömu kring-
umstæðum getur oft verið um margt að ræða, og
engin orsök verður færð fyrir því, hvort það er
þetta eða hitt, sem gerist.
Hér verður rás viðburðanna ekki heldur fylgt eins
örugglega í öllum smáatriðum og þegar um stærri
hluti er að ræða. Bohr reynir ekki að skýra, hvernig
elektrónan stekkur af einni braut á aðra i atóminu,
og það hefur enginn gert síðan. Sú fræðigrein,
kvantafræðin, sem fjallar um lireyfingu hinna smáu
agna, gerir okkur mögulegt að reikna út, hve mildar
líkur séu til þess, að þetta eða hitt gerist undir viss-
um kringumstæðum. Ef við höfum upplýsingar um
stað og hraða einhverrar agnar, þá getum við t. d.
reiknað út, hverjar líkurnar séu fyrir því, að ögnin
komi á annan ákveðinn stað, en við getum ekki
sagt um, hvaða leið hún fari.
Skýringar Bohrs passa ekki eingöngu á vetnis-
atómið, heldur einnig á atóm, sem innihalda margar
elektrónur. Hann gat sagt fyrir um, hvernig elektrón-
urnar raða sér á mismunandi stórar brautir, og út
frá því mátti svo reikna út bylgjulengdir ljóssins,
sem þessi atóm sendu frá sér, og einnig segja fyrir
um efnafræðilega eiginleika frumefnanna.
Vér höfum hér kynnzt lauslega kafla úr þróunar-
sögu atómvísindanna. Hér skal ekki haldið lengra,
enda þótt ekki hafi verið komið inn á starf það,
sem leyst hefur verið af höndum síðustu áratugina,
þar sem aðalviðfangsefnið hefur verið sjálfur
atómkjarninn. Af þvi, sem sagt hefur verið, má sjá,
(98)