Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Síða 101
að þekking okkar á efninu og eiginleikum þess vex
hraðar og hraðar, og að sama skapi vex vald okkar
yfir hinu dauða efni og möguleikarnir til þess að
nota það í þágu okkar. Hinar örsmáu elektrónur,
sem enginn kunni skil á fyrir nokkrum mannsöldr-
um, þjóna okkur nú með því að lýsa hibýli okkar,
sjóða matinn, gera okkur mögulegt að tala við fjar-
læga kunningja og hlusta á hljómleika, sem leiknir
eru í fjarlægum löndum, og þær knýja fram hvers
konar rafvélar, sem við notum. Þekking okkar hefur
nú náð þvi stigi, að likamleg vinna ætti að vera
óþörf til þess að afla okkur lífsnauðsynja, þvi að
orkulindir þær, sem við ráðum yfir, eru svo miklar,
að okkar eigin líkamsorka verður hverfandi i saman-
burði við þær.
Vér sáum, að þróun atómvisindanna tafðist lengi
vel vegna þess að hugsunin var notuð of einhliða,
en síðan á dögum Galileis, er mönnum lærðist hið
rétta samstarf milli hugsunarinnar annars vegar og
umheimsins hins vegar, þá hefur þróun atómvísind-
anna miðað liraðar og hraðar áfram. Það er erfitt
að spá nokkru um, hve lengi þetta stendur, en enn
þá eru engin takmörk sjáanleg, og vissulega er enn
mjög langt frá því, að við vitum allt, sem vitað verð-
ur um heiminn og það sem i honum gerist.
Lífeðlisfræðin, sem fjallar um lögmál þau, sem
gilda fyrir hegðun hinna lifandi hluta, er enn á
byrjunarstigi. Við kunnum enga skýringu á þeim
eiginleika, sem er undirstaða lífsins og skilur lif-
andi hluti frá dauðum, nefnilega þeim eiginleika
hinna lifandi hluta, að þeir geta fjölgað og fætt af
sér aðra eins. Náin þekking á eiginleikum hins lif-
andi efnis væri þó eflaust engu síður arðvænleg
fyrir mannkynið en þekkingin á hinu dauða efni
hefur verið. Sem eitt einfalt dæmi mætti nefna kol-
sýruvinnsiu grænu plantnanna. Á henni byggist öll
matvælaframleiðsla okkar, en með þeirri fólks-
(99)