Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Side 113
— Brávallarímur eru kveðnar af Árna Böðvars-
syni á Ökrum Anno 1760, frá 22. maí til 20. septem-
br., o: [á] 17 v[ikum] og 3 d[ögum].
Nær Árni söng um sumar há
saminn rímna háttinn
verið hefur halur sá
hvíldrækinn um sláttinn.
—- Yisuna eignar Steingrímur sr. J. H., þ. e. séra
Jóni Hjaltalín.
— Séra Þorsteinn Jónsson á Dvergasteini (d. 1.800)
var allgott skáld, eins og faðir hans, séra Jón Guð-
mundsson i Reykjadal. Séra Jón Steingrimsson get-
ur þeirra feðga i ævisögu sinni, og má af þvi ráða,
að eigi voru þeir feðgar aldæla viðureignar og kveð-
skapur þeirra stundum i óhrjálegra lagi, ef svo bar
undir. — Séra Þorsteinn orti Blómsturvallarímur.
Upphafserindið i 4. rímu hljóðar svo:
Áður falla Vakurs vann
vínið hallar sala:
Blómsturvalla fólkið fann
framann snjalla langvinnan.
Mælt er, að Jörundur gamli í Hrísey (Hákarla-
Jörundur) raulaði stundum visu þessa fyrir munni
sér á þessa leið:
Upp á hjalla vakurt rann,
vínið brallar saman,
Blómsturvalla fólkið fann,
fór að spjalla langvian.
— Bjarni skáld Thorarensen var orðheppinn og
kjarnyrtur, svo að orð fór af. Eftir honum er þetta
haft: „Þegar guð bölvaði jörðinni, leit hann yfir
Nesin.“ Um Steingrím biskup Jónsson (1769—1845)
(111)