Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Side 114
er mælt aS hann hafi sagt: „Vel hefur legið á gnði
almáttugum, þegar hann bjó til Steingrim."
Sögn er, að Bjarni færi eitt sinn, er hann var amt-
maður og bjó á Möðruvöllum, fram í Eyjafjörð að
Möðrufelli, til þess að taka út holdsveikraspítal-
ann þar. Á Akureyri slóst i för með honum Ari
Sæmundsson, sem kunnur er m. a. af kvæðum
Bjarna, og riðu þeir sem leið liggur fram í Grund.
Þar bjó þá Ólafur timburmeistari Briem. Grunnt
var á því góða með þeim Ara og Ólafi. Ari var með
áblástur mikinn á vör og eigi i sýnilegasta lagi, er
þá amtmann bar að garði. Verður Ólafi að orði, er
hann sá útganginn á Ara: „Því i skrattanum ertu
svona kjaftsár, Ari?“ Þá gegnir Bjarni: „Minnstu
ekki á það, Ólafur, það er siðan djöfullinn teymdi
hann á snærisspottanum um daginn!“
Efnissltrá.
Almanak (dagatal), eftir dr. Ólaf Daníelsson
og dr. Þorkel Þorkelsson ................. 1— 24
Alexander Pnshkin (með mynd), eftir Vilhjálm
Þ. Gíslason skólastjóra .................. 25— 35
August Strindherg (með mynd), eftir Vilhjálm
Þ. Gíslason .............................. 35— 42
Árbák íslands 19i8, eftir Ólaf Hansson
menntaskóiakennara ....................... 42— 76
Úr þróunarsögu atómvisindanna, eftir Þor-
björn Sigurgeirsson eðlisfræðing ......... 77—100
Úr hagskýrslum íslands, eftir dr. Þorstein
Þorsteinsson hagstofustjóra .............. 101—109
Smælki ...................................... 110—112