Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 60
MYRKVAR 1984
Sólmyrkvar
1. Hringmyrkvi á sólu 30. maí. Hringmyrkvinn sést í Mexíkó, Banda-
ríkjunum, Marokkó og Alsír. A Islandi sést deildarmyrkvi. í
Reykjavík hefst myrkvinn kl. 16 55 og honum lýkur kl. 18 36.
Þcgar myrkvinn er mestur, ki. 17 47, hylur tunglið 33% af þvermáli
sólar.
2. Almyrkvi á sólu 22.-23. nóvember. Sést á Nýju-Gíneu.
Tunglmyrkvar
1. Hálfskuggamyrkvi á tungli 15. maí. Myrkvinn hefst kl. 02 42. Þegar
hann er mestur, kl. 04 40, hylur hálfskugginn 83% af þvermáii
tungls, en tunglið er þá nýlega sest í Reykjavík. Þess ber að geta, að
hálfskugginn er ávallt mjög daufur og myrkvar af þessu tagi því
mun tilkomuminni en alskuggamyrkvar.
2. Hálfskuggamyrkvi á tungli 13. júní. Sést ekki hér á landi.
3. Hálfskuggamyrkvi á tungli 8. nóvember. Myrkvinn hefst kl. 15 39,
rúmri klukkustund áður en tungl kemur upp í Reykjavík, og honum
lýkur kl. 20 12. Þegar myrkvinn er mestur, kl. 17 55, hylur hálf-
skugginn 93% af þvermáli tungls. Sem fyrr segir, er hálfskugginn
daufur og fyrirbærið því ekki áberandi.
Stjörnumyrkvar
Stjörnumyrkvi verður þegar tungl gengur fyrir stjörnu frá jörðu séð.
Hverfur þá stjarnan bak við austurrönd tungls en kemur aftur í ljós við
vesturröndina. Ef stjarnan er ekki sérlega björt sést fyrirbærið aðeins í
sjónauka.
í töflunni á næstu síðu eru upplýsingar um alla helstu stjörnumyrkva
sem sjást munu hér á landi árið 1984. Tímarnir, sem gefnir eru upp á
tíunda hluta úr mínútu, eru reiknaðir fyrir Reykjavík. Annars staðar á
landinu getur munað nokkrum mínútum. Með birtu er átt við birtustig
stjörnunnar, sbr. bls. 73. f aftasta dálki sést hvort stjarnan er að hverfa
(H) eða birtast (B) og hvar á tunglröndinni það gerist. Tölurnar
merkja gráður sem reiknast frá norðurpunkti tunglsins (næst pól-
stjörnunni) rangsælis. 0° er nyrst á tunglinu, 90° austast, 180° syðst og
270° vestast.
(58)