Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 115
sýslu og Seyðisfjarðarhreppur, Norður-Múlasýslu með 32
íbúa hver og Flateyjarhreppur, Austur-Barðastrandarsýslu
með 34 íbúa.
Iðnaður
Arsþing Félags íslenzkra iðnrekenda var haldið í marz.
Þar var Víglundur Þorsteinsson kjörinn formaður, en
Davíð Sch. Thorsteinsson lét af störfum. í marz gerði iðn-
aðarráðherra það að tillögu sinni í ríkisstjórn, að steinullar-
verksmiðja yrði reist á Sauðárkróki. Þessu undu Sunnlend-
ingar illa, því að þeir vildu fá steinullarverksmiðju í Þor-
lákshöfn. í marz lauk uppsetningu hreinsibúnaðar í
álverinu í Straumsvík. Flann kostaði 430 milljónir króna.
25. júní hófst kynningarherferð ungmennafélaganna til
styrktar íslenzkum iðnaði. 6000 félagar í ungmennafélögun-
um hjóluðu á íslenzkum hjólum í kringum landið. í ágúst
mælti svokölluð staðarvalsnefnd með eftirtöldum fimm
stöðum fyrir álver: Geldinganesi, Helguvík, Vogastapa,
Vatnsleysuvík, Dysnesi í Arnarneshreppi. í ágúst hóf
Rafha hf. útflutning á eldhúsviftum. Fyrirtækið framleiðir
nú 35-40% af þeim eldavélum, sem seldar eru í landinu. Á
árinu var hafin framleiðsla á efninu polyol úr lýsi. í septem-
ber bar töluvert á uppsögnum í fataiðnaði, t. d. hjá fyrir-
tækinu Sportveri. í október veitti Ríkissjóður Járnblendifé-
laginu hf. hluthafalán að upphæð kr. 65 milljónir til þess að
bæta eiginfjárstöðu fyrirtækisins, en það stóð mjög höllum
fæti. í Slippstöðinni á Akureyri var skuttogara hleypt af
stokkunum í október. Þar voru þá í smíðum tveir bátar, er
stöðin vann að sem raðsmíðaverkefni. 27. nóvember var
togaranum Hólmadrangi gefið nafn í skipasmíðastöðinni
Stálvík í Garðabæ. Þessi togari er talinn vera vandaðasta og
dýrasta fiskiskip íslendinga. f honum má fullvinna afla um
borð. í desember fóru fram viðræður milli Alusuisse/ísals
°g iðnaðarráðuneytisins um hækkun á rafmagnsverði o. fl.
Árangur varð enginn, en aðilar voru þó sammála um að
halda viðræðum áfram síðar. Einn nefndarmanna í álvið-
ræðunefnd, Guðmundur G. Þórarinsson, var óánægður
8
(113)