Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 122
íslenzk félagslið tóku þátt í Evrópukeppni félagsliða: Vík-
ingur í keppni meistaraliða, KR í keppni bikarmeistara og
FH í IHF keppninni. Víkingur sigraði Vestmanna í Færeyj-
um í fyrstu umferð (35—19, 27—23), en tapaði í annarri um-
ferð fyrir Dukla Prag (15—23, 19—18). KR lék báða leiki
sína gegn Zeljeznicar Nis frá Júgóslavíu í Reykjavík og tap-
aði (25-20, 21-28). FH lék gegn sovézku liði, Zaporozhj,
og tapaði báðum leikjum sínum (25 —30, 19—29). — Árs-
þing HSÍ var haldið í Reykjavík í maí, og var Júlíus
Hafstein endurkjörinn formaður. Ákveðið var að efna til
aukakeppni fjögurra liða um meistaratitilinn 1983.
Hjólreiðar. íslandsmót fór fram á Reykjanesi í júlí. Helgi
Geirharðsson sigraði í flokki 17 ára og eldri.
íþróttamaður ársins. Óskar Jakobsson frjálsíþróttamaður
var kjörinn íþróttamaður ársins 1982.
íþróttamaður Norðurlanda var kjörinn í Kaupmanna-
höfn í janúar. Fyrir valinu varð badmintonstjarnan danska,
Lena Köppen.
Iþróttir fatlaðra. íslandsmót fatlaðra í sundi, bogfimi,
boccia, lyftingum og borðtennis fór fram á Akranesi og í
Reykjavík í aprfl. Edda Bergmann vann tvenn gullverð-
laun, ein silfur- og ein bronsverðlaun fyrir sund á heims-
leikum fatlaðra í Englandi í lok júlí. Átta íslendingar fóru á
Solnaleikana í Stokkhólmi í nóvember. Hlutu þeir þrenn
gullverðlaun.
Júdó. fslandsmót var haldið í marz. Bjarni Friðriksson
(Ármanni) sigraði í opna flokknum. Norðurlandamót fór
fram í Reykjavík í apríl. Bjarni Friðriksson varð Norður-
landameistari í 95 kg flokki. Hann var annar í opnum
flokki.
Knattspyrna. Víkingur varð íslandsmeistari í knattspyrnu
utanhúss í karlaflokki og hlaut 23 stig í 1. deild, ÍBV var í 2.
sæti (22 stig) og KR í 3. sæti (21 stig). Fram og KA féllu í 2.
deild. Próttur sigraði í 2. deild og fluttist í 1. deild ásamt
Þór frá Akureyri. í kvennaflokki sigraði Breiðablik. í
knattspyrnu innanhúss sigraði Breiðablik bæði í karlaflokki
og kvennaflokki. Akurnesingar sigruðu í bikarkeppninni-
(120)