Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 108
Reykjavík. Kúrdinn dr. Ivan O. Farizov hélt í apríl fyrir-
lestur um Islam í Sovétríkjunum. í sama mánuði kom séra
Edward Czajko, yfirmaður evangelísku kirkjunnar í Pól-
landi, í heimsókn til íslands. í lok apríl var haldið í Reykja-
vík Evrópuþing hvítasunnumanna. Um sömu mundir komu
dr. Paul Leren og dr. Ingvar Hjermann, norskir hjartasér-
fræðingar, til Islands og héldu fyrirlestra. Jim Huzzey,
æskulýðsleiðtogi aðventista, ferðaðist um landið í apríl og
hélt fundi með ungum aðventistum. — Danski sagnfræðing-
urinn Harald Jprgensen kom til íslands í maí, flutti fyrirlest-
ur og átti viðræður um endurskipulagningu Þjóðskjala-
safns. í sama mánuði kom Norma Ewin, alþjóðlegur forseti
málfreyja, til landsins. — George Ralph Thompson, ritari
heimssamtaka aðventista, kom til íslands í júní. Dr. C. L.
Barber frá Manitobaháskóla hélt fyrirlestur í sama mánuði,
og nefndist hann: „Is Keynes economics obsolete?“ í júní
héldu tvær nefndir Evrópuráðsins fundi í Reykjavík. Voru
það landbúnaðarnefndin og vísinda- og tækninefndin. I
sama mánuði var haldið 40. þing norrænna röntgenlækna í
Reykjavík. Það sóttu um 350 manns. William Leon Mc-
Bride, prófessor við Purdueháskóla í Indíana, flutti í júni
fyrirlestur um eitt af ritum J. P. Sartres. í sama mánuði
flutti Joan Maling, prófessor við Brandeisháskóla í Massa-
chusetts, fyrirlestur, sem nefndist „Reflexives in Modern
Icelandic“. Þá flutti sænski prófessorinn Calle Bengtsen fyr-
irlestur um háþrýsting. í júní komu til íslands norskur
stúlknakór frá Gloppen og Komsa skólahljómsveitin frá
Alta í Finnmörk og héldu tónleika í Reykjavík og víðar.
Orkuráðherrar Norðurlanda héldu fund í Reykjavík í júní.
Gestirnir voru: Poul Nielsen (Danmörku), Vidkun Hve-
ding (Noregi), Ingimar Eliason (Svíþjóð) og Esko Ollifa
(Finnlandi). Norræn ráðstefna skólabókavarða var haldin á
Laugarvatni í júní. Meðal framsögumanna var Michael
Cooke, aðstoðarforstjóri alþjóðasamtaka skólabókavarða.
Alice Saunier-Seité prófessor í landafræði og fyrrverandi
háskólamálaráðherra Frakka kom til fslands í júní. Hún
hélt fyrirlestur um landafræði, vísindi og tækni. í sama
(106)