Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 96
Þjórsárgötu 9 í Reykjavík. Tjón varð mikið. — 20. desem-
ber kom upp eldur í netaverkstæði Bæjarútgerðar Hafnar-
fjarðar. Talsverðar skemmdir urðu. 26. desember kom upp
eldur í íbúð að Fjarðarseli 18 í Reykjavík. Fólk bjargaðist
naumlega, en íbúðin skemmdist nokkuð af eldi og reyk.
Slökkvilið Reykjavíkur var kvatt út 360 sinnum (418
sinnum árið áður) og Slökkvilið Akureyrar 78 sinnum (61).
Búnaður
Árferði taldist í meðallagi til búskapar. Stóráföll urðu
ekki, en þurrkar framan af sumri töfðu fyrir sprettu, eink-
um á Norðausturlandi og við Djúp. Sauðburðartíð var
sæmileg, og nýtt kal var ekki útbreitt. Helzt gætti þess í
Þistilfirði og á Langanesi. Sláttur hófst almennt í fyrstu viku
júlí í betri sveitum, og gekk heyskapur ágætlega í Eyjafirði,
allvel í Borgarfirði, en heldur seint á Suðurlandi vegna
óþurrka.
Talið er, að heyfengur hafi verið aðeins meiri en árið
1981, en þá var hann talinn í minna lagi. Að líkindum hefur
þurrhey verið um 5% meira en árið áður, en vothey verið
svipað að magni. Hraðþurrkað fóður var framleitt í fimm
verksmiðjum eins og árið áður, og var afrakstur þeirra
12.152 lestir af graskögglum (9.986 árið áður). Auk þess
var lítið eitt framleitt af graskökum og heykögglum. Korn-
rækt óx enn, og munu nú um 30 bændur í Rangárvalla- og
Vestur-Skaftafellssýslu stunda hana. Talið er, að uppskera
hafi verið um 80 lestir af korni (110 árið áður). Þangmjöl
var framleitt á Reykhólum, um 3.000 lestir (1.550 árið
áður).
Kartöfluuppskera varð um 130.000 tunnur (106.400 árið
áður), gulrófnauppskera um 592 lestir (hún brást að mestu
árið áður), tómatauppskera 458 lestir (520), gúrkuuppskera
322 lestir (395), hvítkálsuppskera 319 lestir (344), gulróta-
uppskera 96 lestir (116), blómkálsuppskera 100 lestir (125)
og paprikuuppskera 55 lestir (22).
Berjaspretta var mikil víða um land. Hún var t. d. talin
(94)