Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 120
(HSÞ) í flokki fullorðinna, en Hjörtur Þráinsson (HSÞ) í
flokki drengja. Landsflokkaglíman var glímd á Varmá í
Mosfellssveit í marz. Pétur Yngvason (HSÞ) sigraði í
þyngsta flokki.
Golf. Unglingameistaramót íslands var haldið á Akur-
eyri í júlí. íslandsmótið var haldið í Reykjavík (á Grafar-
holtsvelli) í ágúst. íslandsmeistari í karlaflokki varð Sigurð-
ur Pétursson (GR) og Sólveig Þorsteinsdóttir (GR) í
kvennaflokki. íslendingar tóku þátt í 13. heimsmeistara-
móti áhugamanna, sem haldið var í Lausanne í Sviss í sept-
ember. Þeir urðu í 26. sæti af 30 þjóðum. Sveinn Sigur-
bergsson sló holu í höggi í keppninni.
Handknattleikur. í handknattleik innanhúss varð Víking-
ur íslandsmeistari í karlaflokki í þriðja sinn í röð. í kvenna-
flokki innanhúss sigraði FH. í handknattleik utanhúss sigr-
aði FH í karlaflokki, en ÍR í kvennaflokki. KR varð bikar-
meistari innanhúss, sigraði FH í úrslitaleik. — Fyrstu lands-
leikir ársins í handknattleik karla voru þrír leikir gegn Aust-
ur-Þýzkalandi í janúar. Þeir töpuðust allir (18—20, 17—19,
19—26). f síðasta leiknum lék landslið leikmanna undir 21
árs aldri. í febrúar lék íslenzka landsliðið fimm landsleiki
og tapaði öllum. Fyrst voru þrír leikir gegn Sovétríkjunum
(17—25, 19—31, 16—27) og síðan tveir gegn Svíþjóð (17—
25, 20—23). Ailir leikirnir í janúar og febrúar voru leiknir á
íslandi. í nóvember léku íslendingar tvo landsleiki gegn
Vestur-Þjóðverjum og töpuðu báðum (15—17, 19—21). I
sama mánuði voru tveir leikir gegn Frökkum, og unnu ís-
lendingar þá báða (23-22, 26—22). Allir þessir leikir voru
á íslandi. í desember tók íslenzka karlalandsliðið þátt í
alþjóðlegu handknattleiksmóti í Austur-Þýzkalandi. Liðið
hafnaði í næstneðsta sæti. íslendingar unnu B-lið Austur-
Þýzkalands, en töpuðu fyrir A-liðinu, Svíum, Rúmenum og
Ungverjum. í lok desember kom danska landsliðið til
íslands og lék tvo leiki. íslendingar unnu fyrri leikinn (22-
21), en töpuðu hinum síðari (22—26). — Norðurlandamót
leikmanna yngri en 21 árs var haldið í Reykjavík í nóvem-
ber. Danir sigruðu, en íslendingar urðu í 3. sæti. — Þrju
(118)