Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 110
Euler, Torsten Wiesel og Sir Andrew Huxley. Um sömu
mundir komu James B. Richard, varaforseti heimssam-
bands Kiwanismanna, og Káre Sörby, umdæmisstjóri
Kiwanis í Skandinavíu, til íslands. Um mánaöamótin
ágúst—september kom Torsten Föllinger, þekktur sænskur
söngkennari. — Færeysk sendinefnd lögþingsmanna kom til
íslands í byrjun september. Um sömu mundir flutti John
Gustavsen, rithöfundur frá Noregi, fyrirlestur um bók-
menntir Sama. í byrjun september var haldið þing nor-
rænna skipstjórnarmanna í Reykjavík. Pá flutti norski upp-
eldisfræðingurinn Borgny Rusten erindi um sérkennslu
fyrir einhverfa og aðra þroskahefta. Bandaríski hagfræð-
ingurinn James H. Buchanan kom til íslands í september og
flutti fyrirlestra. í sama mánuði kom Þjóðverjinn Hans
König, framkvæmdastjóri Aiþjóða verzlunarráðsins, til Is-
lands. Hollenzka tónskáldið Ton de Leeuw kom í septem-
ber. í sama mánuði flutti dr. Stanley H. Ward, prófessor í
jarðeðlisfræði í Salt Lake City, fyrirlestur hjá Jarðfræði-
skóla Sameinuðu þjóðanna í Reykjavík. Vera Henriksen,
norskur sagnfræðingur, kom til íslands í september og flutti
erindi. í sama mánuði kom Charlotte Blindheim, fornleifa-
fræðingur frá Ósló, og flutti fyrirlestur. Samstarfsráðherrar
Norðurlandaráðs héldu fund í Borgarnesi í lok september.
Erlendir fulltrúar voru: Karin Söder félagsmálaráðherra frá
Svíþjóð, Arne Skauge verzlunar- og siglingamálaráðherra
Noregs, Jermu Laine fjármálaráðherra Finnlands og B0rge
V. Blönde skrifstofustjóri danska utanríkisráðuneytisins.
William M. Doyle, alheimsforseti AFS International Inter-
culture Programs, kom til íslands um mánaðamótin sept-
ember—október. — Dr. Lorenzo Tomatis, forstjóri Al'
þjóða krabbameinsrannsóknastofnunarinnar, kom til ís-
lands í byrjun október og ræddi við forráðamenn krabba-
meinsrannsókna hérlendis. í sama mánuði kom Héðin M-
Klein, kennari og skáld frá Færeyjum, og hélt fyrirlestra
um kennslu í færeysku og íslenzku. Kristian Lindbo-Lars-
en, bókafulltrúi danska ríkisins, heimsótti íslenzk bókasöfn
í október. í sama mánuði var haldin í Reykjavík ráðstefna
(108)