Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 156
Vegagerð. Víða um land var að venju unnið við vegagerð
og viðhald vega. Meðal meiri háttar verkefna var framhald
við lagningu Vesturvegar yfir Steingrímsfjarðarheiði og við
veg um Víkurskarð milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. Haf-
izt var handa um lagningu nýs vegar undir Ólafsvíkurenni,
og unnið var við veginn um Óshiíð. Áfram var unnið að
endurbótum á Hafnarfjarðarvegi, Vesturlandsvegi um
Holtavörðuheiði og Austurlandsvegi um Hvalsnesskriður.
- Bundið slitlag var lagt á 145 km á árinu, og eru vegir með
slíku slitlagi nú orðnir um 650 km. Helztu framkvæmdir á
því sviði voru við Suðurlandsveg milli Strandar og Hellu,
Skeiðaveg frá Suðurlandsvegi að Ólafsvallavegi, Þingyalla-
veg frá Selholti að Leirvogsvatni og við Kárastaði, Vestur-
landsveg frá Kollafjarðarkleifum að Brautarholtsvegi,
Hrafnabjörgum að Kalastaðahæð og Lambhaga að Fiski-
læk, Ólafsvíkurveg milli Kaldár og Heydalsvegar, Hólma-
víkurveg frá Tröllatunguvegi að Hólmavík, Norðurlandsveg
milli Hrútatungu og Staðar, Tjarnarkots og Miðfjarðarár
og frá Vatnsdalsá að Reykjabraut, Skagastrandarveg frá
Norðurlandsvegi að Vatnahverfi, Sauðárkróksbraut frá
Ytra-Skörðugili og út undir Glaumbæ II og frá Stórugröf
syðri og út fyrir Útvík, Ólafsfjarðarveg, þ. e. nokkra kafla
frá Hörgárbrú að Dalvík, Norðausturveg frá Skjálfanda-
fljóti að Aðaldalsvegi, þaðan að Laxá og frá Laxamýri að
Húsavík og Suðurfjarðaveg milli Víkurgerðis og Hafna-
ness og milli Landa og Stöðvarfjarðar.
Ýmsar framkvæmdir
Reykjavík. Lokið var smíð 497 íbúða á árinu (árið áður
484). Hafin var smíð 744 íbúða (631), en 1.189 íbúðir voru í
smíðum í árslok (942 í árslok 1981). — Enn var byggt í
Breiðholti, Selási og á Eiðsgranda. Þá hófust miklar bygg-
ingaframkvæmdir í Suðurhlíðum og á svæðinu sunnan nýja
Miðbæjarins. Langt var komið undirbúningi á bygg-
ingasvæði norðan Árbæjarsafns. Úthlutað var 29 lóðum i
Laugarási, en hætt var við þéttingu byggðar í Sogamýri-
Um haustið var unnið að skipulagi Grafarvogsbyggðar, en
(154)