Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 145
85.314 íslendingar ferðuðust til útlanda (77.825).
Flug. Hagur Flugleiða var bágur á árinu, og nam tap
félagsins 105,3 millj. króna. t>ar af var tap vegna afskrifta af
hlutabréfum í Cargolux 62,4 millj. Félagið flutti 221.000
farþega í innanlandsflugi á árinu, 182.000 í Atlantshafs-
flugi, 71.000 í pílagrímaflugi og 24.000 í leiguflugi. Flugleið-
ir gerðu í ágúst stærsta samning, sem íslendingar hafa gert
um pílagrímaflug. Hann hljóðaði upp á flutning 35.000 píla-
gríma frá Alsír og Nígeríu til Jeddah. í nóvember undirrit-
uðu Flugleiðir og SAS samning um aukið samstarf í Norð-
urlandaflugi. 2. apríl var aftur tekið upp áætlunarflug milli
Glasgow og Kaupmannahafnar. í október tóku Flugleiðir í
notkun nýtt farskrárkerfi. Pað er tölvukerfið Alex, sem
kemur í stað tölvunnar Gabriels. — Arnarflug fékk á árinu
leyfi til reglubundins áætlunarflugs milli íslands og Evrópu.
Var fyrsta flugið til Zurich 4. júlí, og nokkru síðar hófust
ferðir til Dússeldorf og Amsterdam. Flugmálaráðherra
svipti Flugleiðir leyfi til Amsterdamflugs frá 1. október, og
fékk Arnarflug þá einkaleyfi á þeirri leið. Tæplega 13
milljón króna tap varð á rekstri Arnarflugs á árinu.
Siglingar. Fjárhagsstaða Eimskipafélags fslands fór
batnandi á árinu. Fór þar saman tekjuaukning, bætt veltu-
hlutfall og bætt eiginfjárstaða. Sömu sögu er að segja af
Hafskipum, en hagnaður af rekstri þess félags nam um 4
milljónum króna. Eimskip seldi þrjú skip úr landi á árinu:
Bakkafoss til Líbanon, Lagarfoss til Kýpur og Selfoss til
Panama. — Nesskip keypti nýtt Suðurland í stað þess, sem
sökk, og seldi ísnes til Ítalíu. — Skipaútgerðin keypti skip
frá Noregi og nefndi það Öskju. - Ný ferja Skallagríms hf.
kom til heimahafnar á Akranesi 17. júní. Siglingar hennar
(Akraborgar) hófust 26. júní. Akraborgirnar fluttu 73.196
bíla á árinu, sem er 25% aukning. — Vestmannaeyjaskipið
Herjólfur flutti 10.180 bíla á árinu. - Nýr Drangur var
keyptur til landsins frá Björgvin í Noregi, og kom hann til
heimahafnar á Akureyri 19. júlí.
Samgöngur á landi. 10.480 bílar voru fluttir til landsins á
árinu (10.366 árið áður). Söluhæsta tegundin var Mazda
(143)