Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 155
80 m langa forspennta bitabrú. — Lokið var við brú á
Eyjafjarðará, 137 m stálbitabrú með steyptu gólfi. — Smíð-
uð var 30 m stálbitabrú með timburgólfi á steyptum stöpl-
um á Klifandi, 22 m steypt plötubrú í tveimur höfum á
Vattardalsá, 10 m steypt plötubrú á Norðurdalsá, 32 m
stálbitabrú með timburgólfi áJökulsá hjá Goðdölum, 18 m
stálbitabrú með steyptu gólfi á Svartá hjá Gilhaga og 40 m
stálbitabrú með timburgólfi á Fjarðará í Borgarfirði. Þá voru
steyptir sökklar undir 27 m brú, sem reist verður á Sanddalsá.
Hafnir. Miklar framkvæmdir voru við Reykjavíkurhöfn.
Unnið var að gerð Iands og landvarnar í vesturhöfninni, en
þar skal verða fiski- og olíuhöfn. Fyllingarefni í þessa
framkvæmd var sótt á sjávarbotn við Engey. Jafnframt var
flutt grjót úr gamalli landvörn við Verbúðirnar. í austur-
höfninni var rekið niður stálþil og gengið frá fyrri áfanga í
breikkun Austurbakka. í Vatnagörðum var unnið við frá-
gang Kleppsbakka. — Á Akranesi var unnið að undirbún-
ingi undir að koma fyrir stálþili í Lambhúsasundi og við
hafnarhús. — í Grundarfirði var haldið áfram lengingu
Norðurgarðs og dýpkun viðleguhafnar. 106 m langt stálþil
var rekið niður. — í Bolungarvík var Grundargarður
breikkaður og styrktur. — Á ísafirði var unnið við dælingu
úr Sundahöfn og byrjað á lengingu Mávagarðs. — í Ólafs-
firði var unnið við grjótvörn á Norðurgarði og dælt úr
hafnarmynninu. — Á Hornafirði var unnið við löndunar- og
viðlegukant báta framan við gömlu verbúðirnar við Mikla-
garð. Rekið var niður 101 m stálþil. — í Vestmannaeyjum
var unnið við gerð viðgerðarkants við skipalyftuna nýju og
dælt var upp sandi úr athafnasvæði fyrir framan hana. Fjár-
veiting til þeirra hafna, sem nefndar hafa verið, nam 4.0
millj. eða meir á hvern stað.
Sími. Sjálfvirkur sími var tekinn í notkun á nokkrum
stöðum í dreifbýli, m. a. í Helgafellssveit, Reykhólahreppi,
Geiradalshreppi, Fáskrúðsfirði og á Laugarvatni.
Útvarp. Áfram var unnið við nýja útvarpshúsið í Reykja-
vík. Hraðað var framkvæmdum við þann hluta hússins, sem
á að nota fyrir svokallaða 2. rás útvarpsins.
(153)