Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 143
tute of Technology í Georgíu. Hún nefnist: Influence of
Nonstructural Cladding on Dynamic Properties and Perfor-
mance of Highrise Buildings. Hún fjallar um áhrif útveggja-
eininga á sveiflufræðilega eiginleika háhýsa við jarð-
skjálfta. — Brynjólfur fy. Mogensen læknir varöi doktorsrit-
gerð við háskólann í Lundi. Ritgerðin nefnist: Árangur
mjaðmaaðgerða á ungum liðagigtarsjúklingum. — Árni
Snorrason eðlisfræðingur varði 2. nóvember doktorsritgerð
við ríkisháskólann í Illinois. Hún nefnist Analysis of Multi-
variate Stochastic Hydrological Systems Using Transfer
Function — Noise Models. Ritgerðin fjallar um greiningu á
vatnakerfum með sérstakri áherzlu á árrennsli. — Jóhann
Agúst Sigurðsson varði doktorsritgerð í Gautaborg 19. nóv-
ember. Rannsókn hans fjallaði um háþrýsting meðal
kvenna í Gautaborg. — Vilhjálmur Arnason heimspekingur
lauk 7. desember doktorsprófi við Purdue háskóla í
Indiana. Ritgerðin nefnist: The Contest of Morality and the
Question of Ethics: From Naive Existentialism to Suspi-
cious Hermeneutics. — Ari K. Sæmundsen líffræðingur lauk
16. desember doktorsprófi við Karolinska institutet í Stokk-
hólmi. Nefnist ritgerð hans: Activation of Epstein-Barr
virus in vivo and in vitro. Hún fjallar um samskipti Epstein-
Barr veirunnar EBV og hýsilfrumu hennar.
Stúdentspróf
1439 stúdentar voru brautskráðir á árinu (árið áður
1326). Af þeim voru 167 brautskráðir frá Menntaskólanum
í Reykjavík (148), 271 frá Menntaskólanum við Hamrahlíð
(245), 162 frá Menntaskólanum við Sund (154), 168 frá
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti (130), 103 frá Verzlunar-
skóla íslands (114), 91 frá Ármúlaskóla (82), 44 frá
Menntaskólanum í Kópavogi (53), 89 frá Flensborgarskóla
(111), 9 frá Samvinnuskólanum (24), 29 frá Fjölbrautaskóla
Suðurnesja (39), 33 frá Menntaskólanum á Laugarvatni
(32), 120 frá Menntaskólanum á Akureyri (118), 21 frá
Menntaskólanum á ísafirði (24), 25 frá Fjölbrautaskólan-
um á Akranesi (30), 44 frá Menntaskólanum á Egilsstöðum
(141)