Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 100
son sem sóknarprestur í Bólstaðarhlíðarprestakalli, Guðni
Þór Ólafsson í Melstaðarprestakalli, Pétur Þórarinsson í
Möðruvallaprestakalli, Gísli Gunnarsson í Glaumbæjar-
prestakalli og Önundur Björnsson í Bjarnarnesprestakalli,
Anna Kristjánsdóttir sem lektor í stærðfræði við KÍ, Ragn-
heiður Briem sem lektor í ensku í heimspekideild HÍ,
Helga Kress sem dósent í almennri bókmenntafræði í sömu
deild og Jón G. Friðjónsson sem dósent í íslenzku fyrir
erlenda stúdenta í sömu deild.
15. ágúst: Stefán Skarphéðinsson sem sýslumaður í
Barðastrandarsýslu.
1. september: Benedikt Gröndal sem sendiherra í Stokk-
hólmi, Hörður Helgason sem fastafulltrúi íslands hjá SÞ í
New York, Ingvi Ingvarsson sem ráðuneytisstjóri utanríkis-
ráðuneytisins og Tómas A. Tómasson sem sendiherra í
París, Guðmundur B. Jóhannsson og Jón Gunnar Hannes-
son sem heilsugæzlulæknar í Laugarási, Halldór Þorbjörns-
son sem dómari í Hæstarétti, Jónas Pálsson sem lektor í
uppeldis- og kennslufræðum við KÍ, Gunnlaugur Briem
sem yfirsakadómari í Reykjavík, Hrefna Sigurjónsdóttir
sem lektor í líffræði við KÍ, Áslaug Brynjólfsdóttir sem
fræðslustjóri í Reykjavík, Aðalsteinn Eiríksson sem skóla-
stjóri Kvennaskólans í Reykjavík.
15. september: Hjálmar Jónsson sem prófastur í Skaga-
fjarðarprófastsdæmi, Guðmundur Jónsson, Guðmundur
Skaptason og Guðrún Erlendsdóttir sem dómarar um eins
árs skeið við Hæstarétt.
1. október: Sigurður Ingi Sigurðsson sem heilsugæzlu-
læknir á Selfossi, Kristján Róbertsson sem sóknarprestur í
Hálsprestakalli, Þorsteinn A. Jónsson sem deildarstjóri í
dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, Halldór J. Kristjánsson
sem deildarstjóri í iðnaðarráðuneytinu, Einar Benedikts-
son sem sendiherra í London og Sigurður Bjarnason sem
sendiherra með aðsetri í Reykjavík.
1. nóvember: Halldór Þ. Jónsson sem sýslumaður í
Skagafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Sauðárkróki, Bragi
Steinarsson sem vararíkissaksóknari, Hreinn Hákonarson
(98)