Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 131
urinn rofnaði við Skaftafellsá og Svínafellsá. 16. ágúst féll
skriða í Siglufirði. Fárviðri gekk yfir Norður- og Austur-
land aðfaranótt 27. október. Hús skemmdust í Siglufirði.
Austurlína varð fyrir skemmdum. Aðfaranótt 16. nóvem-
ber gekk mikið óveður yfir landið. Verulegar skemmdir
urðu í Hrísey, á Húsavík og í Vestmannaeyjum, einkum af
völdum sjávargangs. 18. —19. desember gekk mikið norð-
anveður yfir landið. Mestar skemmdir urðu í Vík í Mýrdal
og undir Eyjafjöllum, en þar brotnuðu 36 rafmagnsstaur-
ar.
Leyft var að skjóta 864 hreindýr, en ekki veiddust nema
611. Hreindýr hafa tekið sér bólfestu á Langanesi, en það
er nú í eyði utan Eiðisskarðs. — Talið var, að selastofnar
við landið væru í miklum vexti og væru landselir nú um
25.000, en útselir um 2.500. Par sem selir hýsa hringorma
(selorma), var talið nauðsynlegt að fækka selum. Svonefnd
hringormanefnd hét verðlaunum fyrir að drepa seli og varð
töluvert ágengt. Náttúruverndarmenn og bændur á Vest-
fjörðum mótmæltu aðförunum. — í júlí samþykkti Al-
þjóðahvalveiðiráðið á fundi sínum í Brighton að banna
hvalveiðar frá og með árinu 1986. Atkvæðu féllu svo, að 25
þjóðir voru fylgjandi hvalveiðibanni, en 7 voru á móti, þar
á meðal íslendingar. Erlendir náttúrufriðunarmenn höfðu
áður mótmælt hvalveiðum íslendinga og kostað auglýsingar
í víðlesnum blöðunt, þar sem fólk var hvatt til að kaupa
ekki íslenzkan fisk. 20. ágúst varð vart við 200-300 mar-
svín fyrir utan höfnina í Rifi á Snæfellsnesi. Heimamönnum
tókst að reka flest dýranna aftur á haf út, en u. þ. b. 30
þeirra drápust. Mun einsdæmi, að svo mörgum marsvínum
sé bjargað frá því að hlaupa á land. — 10—20 guðlaxar
veiddust við landið á árinu. — Arnarstofninn er talinn vera
um 120 fuglar. 20 arnarungar komust upp úr 17 hreiðrum.
Ernir sáust í 14 sýslum, og þeir urpu í 7 sýslum. Nokkrir
eggjaþjófar frá Belgíu og Vestur-Pýzkalandi voru teknir í
júni á leið með feng sinn úr landi. 50% aukning er talin
hafa orðið í rjúpnastofninum, a. m. k. á sumum svæðum.
Óvenjumargar uglur sáust um haustið, einkum branduglur.
9
(129)